HönnunarMars verður haldinn hátíðlegur 4. - 8. maí næstkomandi.

Í tilefni af hátíðinni verður frítt inn á safnið.

Hvetjum við því sem flesta til að koma í heimsókn og skoða sýninguna SUND. Bathing culture, þar sem fjallað er um áhrif sundlauga líf Íslendinga. Sýning sem var unnin í samstarfi við námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Í anddyri safnsins á Pallinum er síðan hægt að sökkva sér í Sýndarsund Hrundar Atladóttur myndlistarmanns. Ævintýraleg ferð í undirdjúp sundlaugar í gegnum VR-gleraugu.

Þríeykið í Stúdíó Allsber verða með Uppskeruhátíð fyrir verkefnið sem þær hafa verið að vinna að í vinnustofudvölinni á safninu. Bollarnir þeirra 100, þar sem á standa setningar sem þær heyrðu í sundi verða tilbúnir og BíBí og Blabla verkefnið sem þær eru að vinna að einnig, verður kynnt í safninu og í Ásmundarsal. Það er búið að vera skemmtilegt að hafa þær Agnesi, Silvíu og Sylvíu að störfum hér í safninu.

Það er því nóg um að vera á HönnunarMars í Hönnunarsafninu í ár.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur og upplifa fjölbreytta hönnun í vorblíðunni í Reykjavík!