Á jólasýningu safnsins gefur að líta stórt hátíðarborð fyrir þrettán gesti þar sem áhersla er lögð á borðbúnað og stóla sem eru verk hönnuða frá öllum norðurlöndunum, diskar, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun.

Helgina 12.-13. nóv. er síðasta sýningarhelgi á verkum finnska mynstur- og textílhönnuðarins Píu Holm en vefnaðarvara hennar er skreytt stórgerðu mynstri sem einkennist af metnaði og fágun. Pía leikur sér gjarnan með ólíka tækni og útfærslur á mynstrum sínum. Hún hefur að undanförnu unnið með nokkrum af fremstu fyrirtækjum Skandinavíu á  sviði textíl- og innanhússhönnunar.
Mynstrin sem eru til sýnis voru unnin fyrir Marimekko, hið víðfræga finnska textíl- og fatahönnunarfyrirtæki.