Í Svarta sal Hönnunarsafn Íslands stendur yfir kynning á jólakúlum og jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá jólunum 2003 látið gera Kærleikskúlu úr gleri. Allur ágóði af sölu hennar rennur til starfsemi Reykjadals.

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit sem skapað er af listamanni. Í ár ber hún titilinn „Skapaðu þinn heim“ og er hönnuð af listakonunni Yoko Ono.
Gler kúlunnar er tært eins og kærleikurinn, rauður litur borðans táknar lit jólanna. Með þessum táknum fylgir boðskapur hvers listamanns á sjálfri kúlunni.
 
Í umbúðum sem fylgir hverri kúlu er bæklingur með upplýsingum um listamanninn sem skreytir kúluna og hugleiðingar hans um eigið verk.

Á kynningunni má einnig sjá jólaóróa þar Íslensku jólasveinarnir og nánustu ættingjar þeirra eru í aðalhlutverki í jólaóróaseríunni. Nú þegar hafa sjö úr þessari þekktu fjölskyldu litið dagsins ljós: Kertasníkir, Hurðaskellir, Grýla, Ketkrókur, jólakötturinn og Leppalúði.

Í sýningarsölum safnsins eru tvær sýningar. Hlutirnir okkar með hlutum úr safneign safnsins og sýningin Hvít jól sem er jólasýning safnsins í ár, þar má sjá borðbúnað sem framleiddur hefur verið af  heimsþekkum norrænum fyrirtækjum, má þar nefna Royal Copenhagen, Holmegaard og Iittala sem án nokkurs vafa hefur átt stóran þátt í að móta ímynd Finna út á við sem hönnunarþjóðar.