Einar Þorsteinn Ásgerisson (1942-2015) hönnuður skildi eftir sig svo margt fallegt og skemmtilegt eins og þessa margflötungateikningar sem hann bauð fólki að klippa út og setja saman. Hann trúði á máttinn í því að hugsa með höndunum og sagði "Ég nota módel til að gera tilraunir, ég geri tilraunir til að skilja". Þeir sem koma í smiðjuna geta því upplifað þetta og eignast margflötungaverk eftir Einar Þorstein í leiðinni. Auður Ösp Guðmundsdóttir hönnuðu hefur umsjón með smiðjunni sem hentar ungu fólki á öllum aldri og stendur frá 13 - 14.