Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýningu safnsins á fjölbreyttri íslenskri vöruhönnun. Sunnudaginn 14. október lýkur sýningunni “Saga til næsta bæjar”.Á henni eru ýmis samstarfsverkefni hönnuða sýnd eða einstök verk sem eru góður vitnisburður um þá öru þróun sem hefur verið í gangi í  vöruhönnun á Íslandi. Sýningarstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og verður hún með leiðsögn fyrir almenning síðasta sýningardag, kl. 15.