Norski skatrgripahönnuðurinn Sigurd Bronger mun halda fyrirlestur um verk sín í Norræna húsinu, miðvikudaginn 13. mars kl. 12.

Sigurd Bronger er núverandi handhafi Söderberg hönnunarverðlaunanna. Gripirnir hans leiða okkur inn í vélrænt landslag ævintýra, skreytt strákslegum/ungæðislegum draumum með rómantískum og glaðlegum hrekkjum. Sigurd Bronger færir okkur aftur til tjáningarmáta hönnunar frá upphafsárum iðnvæðingarinnar og uppfinningar endurreisnarinnar, eða að útópískri draumsýn um framtíðina. Líðandi stund verður að hráefni ásamt eðalmálmum, demöntum og viðar, allt er vandlega valið og þróað í löngu og nákvæmu ferli.

Skartgripir Brongers eru hafnir yfir kyngervi, þó að úrvinnslan sé karllæg með ýmsum búnaði, nákvæmni verkfræðinnar og undursamlegum handunnum umbúðum.

Verk Bronger eru víða til í einkasöfnum og hönnunar- og listasöfnum víða um heim.  Smíði hans er einstök og á löngum ferli hefur Sigurd Bronger öðlast mikla viðurkenningu og aðdáun fyrir sköpunarverk sín.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi Hönnunarsafns Íslands og Félags íslenskra gullsmiða, með styrk frá norska sendiráðinu og Norræna húsinu.

Þrír Íslendingar hafa hlotið Söderbergverðlaunin á síðustu árum þau Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands (1999), Sigurður Gústafsson arkitekt og húsgagnahönnuður (2003) og Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður (2008), en þessi eftirsóttu verðlaun hafa verið veitt árlega frá árinu 1994 til norrænna hönnuða eða listhandverksfólks.

 

Lecture on jewellery design: Sigurd Bronger

The Norwegian jewellery engineer Sigurd Bronger will have a lecture on his work at the Nordic House.

His objects take us on a journey through a mechanical fairytale landscape, full of boyish dreams with romantic and joyful pranks. Sigurd Bronger takes us back to the designs idioms of early industrialism and inventions of the renaissance, or to utopian visions of the future. Time is a material alongside precious metals, diamonds and wood, all carefully selected and developed in a long and thorough process.

Bronger’s jewellery transcends gender, although the process is playfully male – with gears, precision engineering and wonderful handmade packaging.

Bronger is represented by his works in many museums and private collections worldwide. His creation is unique and through a long and fruitful carrier he has gained widespread recognition and admiration for his works.


The lecture is held in collaboration of the Museum of Design and Applied Art in Iceland and the Icelandic Union of goldsmiths, with the support of the Norwegian Embassy in Iceland and the Nordic House.