Yfirlitssýningu á Gísla B. Björnssyni sem Hönnunarsafn Íslands lánaði til Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri í sumar, fer senn að ljúka. Sýningin er í Ketilshúsinu og hefur verið fjölsótt af íslenskum og erlendum gestum. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 10. ágúst og þann dag kl. 15 verður Goddur með fyrirlestur um feril Gísla og grafíska hönnunarsögu á Íslandi. Gefst því einstakt tækifæri til að njóta verka Gísla og samstarfsmanna hans og fá lifandi innsýn í stærstu hönnunargreinina á Íslandi með fyrirlestri Godds.