Á Hvítasunnudag, þann 27. maí er síðasti sýningardagur sýninganna Fingramáls og Sjálfsagðra hluta. Þann dag kl. 14 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýningarnar.
Sýningin Fingramál  er sýning á verkum fimm hönnuða og eins listamanns sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar vinna þeirra er tilbúin til framleiðslu og á markað en á sýningunni eru aftur á móti verk sem bera með sér fullt listrænt frelsi. Hönnuðir og listamenn sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki og Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.
Sýningarstjóri er Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.

Nær allt sem við snertum hefur verið hannað. Á sýningunni Sjálfsagðir hlutir er valdir fjölbreyttir hlutir sem við tökum sem sjálfsagða í daglegu líf. Augnlinsur, tannstönglar, salerni og bréfaklemmur eru dæmi um hlutina sem eru til sýnis og er fjallað um sögu þeirra og efnisgerð.
Sýningarstjórar Árdís Olgeirsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir.

Opið um helgina frá kl. 12-17
Allir velkomnir!