Sunnudaginn 5. október er síðasti sýningardagur á verkum Hjalta Karlssonar. Kl. 14 þann dag heldur Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, leiðsögn fyrir almenning um sýninguna.

Goddur nam myndlist í Reykjavík og grafíska hönnun í Vancouver í Kanada. Hann hefur kennt grafíska hönnun frá 1993, fyrst í Myndlistarskólanum á Akureyri en síðar í Myndlista- og handíðaskólanum og í Listaháskóla Íslands þar sem hann er prófessor í grafískri hönnun.

Á sýningunni, sem kemur frá Röhsska, hönnunarsafni Svía í Gautaborg, er til sýnis úrval verka grafískrar hönnunar sem Hjalti hefur unnið frá því að hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður árið 1992. Hjalti á og rekur auglýsingastofuna Karlssonwilker í New York í samstarfi við Jan Wilker. Hjalti er núverandi verðlaunahafi norrænu Söderbergverðlaunanna, Torsten och Wanja Söderbergspris, sem veitt eru í nóvember á hverju ári, framúrskarandi norrænum hönnuði eða hönnunarteymi, fyrir verk sín.