Sunnudaginn 3. mars lýkur yfirlitssýningu safnsins á verkum Gísla B. Björnssonar.
Þann dag kl. 14 munu Gísli og Harpa Þórsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna og spjalla um feril Gísla og grafíska hönnun á Íslandi.

Gísli B. hefur markað djúp spor í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi en hann er einn atkvæðamesti grafíski hönuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld.
Á langri starfsævi hefur hann hannað mörg þekkt merki fyrirtækja. Má þar nefna merki Sjónvarpsins, merki Norræna félagsins og merki Hjartaverndar. Gísli hefur hannað og sett upp fjölda bóka og gert bókakápur og hannað auglýsingar á prenti og í sjónvarpi.
 
Á sýningunni er farið yfir fjölbreyttan feril Gísla; fjölmörg merki fyrirtækja og stofnana eru til sýnis ásamt nokkrum hönnunarferlum. Á sýningunni má sjá myndbrot frá auglýsingastofu Gísla, myndbrot af sjónvarpsmerkinu frá þeim 43 árum sem merkið hefur verið notað og stutta viðtalsmynd sem gerð var af nemendum Gísla þar sem fjallað er um áhrif hans sem kennara á nemendur sína og samstarfsmenn.

Verið velkomin!

Opið 12-17, alla daga. Lokað mánudaga.