Laugardaginn 12. nóvember ætlar Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur safnsins að vera með erindi um safngeymslu þess. Safnið geymir um 5000 hönnunargripi í dag, sem eru varðveittir í varðveislurými þess. Hvaða hlutir eru þetta? Af hverju er verið að varðveita þá? Hvaða sögur leynast í safngeymslunni? Þessar og fleiri vangaveltur verða ræddar á laugardaginn.