Um er að ræða tveggja daga námskeið laugardaginn 29 - sunnudaginn 30 október
kl. 10.30 - 16.30 hádegishlé milli 12.30-13.30.
Verð 35.500 kr. samtals fyrir báða dagana.
Aðeins 6 pláss í boði. Miðar á námskeiðið fást á www.tix.is
Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1
Fyrir hverja: Gott að hafa smá reynslu af saumaskap. Við vinnum efnið með gufu sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæmar fingur.
Markmið: Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að hafa lokið við mótaðann filt hat eftir eigin höfði og öðlast grunnþekkingu í mótun og frágangi.
Hvað þarf að koma með?
Gott að mæta með eigin skæri og fingurbjörg ef vill (ekki nauðsynlegt).
Allt efni er innifalið.