Fréttir

Um er að ræða tveggja daga námskeið laugardaginn 29 - sunnudaginn 30 október
 kl. 10.30 - 16.30 hádegishlé milli 12.30-13.30.

Verð 35.500 kr. samtals fyrir báða dagana.

Aðeins 6 pláss í boði. Miðar á námskeiðið fást á www.tix.is
Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1

Fyrir hverja: Gott að hafa smá reynslu af saumaskap. Við vinnum efnið með gufu sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæmar fingur.

Markmið: Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að hafa lokið við mótaðann filt hat eftir eigin höfði og öðlast grunnþekkingu í mótun og frágangi.

Hvað þarf að koma með?
Gott að mæta með eigin skæri og fingurbjörg ef vill (ekki nauðsynlegt).
Allt efni er innifalið.

Lesa áfram

Velkomin á opnun á sýningu á grafískri hönnun Dieter Roth föstudaginn 28. október kl.18. Sýningin er á Pallinum, litlu nýju sýningarrými í Hönnunarsafni Íslands.
Á sýningunni er lögð áhersla á að sýna úrval verka Dieters sem flokkast undir grafíska hönnun og hafa mörg hver ekki fengið mikla athygli hingað til. Líftími verkanna er oft ekki langur, þau ekki talin verðmæt og fá eintök hafa varðveist. Þessi verkefni dýpka þekkingu okkar á þróun grafískrar hönnunar. Óhætt er að segja að Dieter Roth (1930-1998) sé í hópi frumkvöðla sem mótuðu grafíska hönnun á Íslandi og víðar.
 

Sýningarstjórar / Curators: Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Fraser Muggeridge.

Ljósmynd: Dieter Roth, fyrir bókbandsefni.

Lesa áfram

Oprowadzanie po wystawie Bathing Culture przez Ronalda Kopkę pracującego na basenie Sundhöll.

Leiðsögn á pólsku um sýninguna Sund. Ronald Kopkę sundlaugavörður og vaktstjóri í Sundhöll Reykjavíkur sér um leiðsögnina.


Opłata za wejście: 1000 kr. Dla dzieci i młodzieży do lat 18 i osób powyżej 67 roku życia wstęp wolny

Aðgangseyrir að safninu gildir, frítt fyrir yngri en 18 ára og eldri borgara

Lesa áfram

Þær Sigríður Sigurjónsdóttir safnstjóri og Brynhildur Pálsdóttir hönnuður sýningarinnar SUND leiða gesti um sýninguna á lokadegi hennar.
Aðgangseyrir í safnið gildir.

Lesa áfram

Hrund Atladóttir, höfundur sýningarinnar Sýndarsund, tekur á móti gestum á pallinum þar sem sýndarveruleika sýning hennar er staðsett. Gestir geta tyllt sér í stólinn Lína eftir Hlyn V. Atlason hönnuð í New York og heimsótt aðra vídd í vatnsupplifun.

Lesa áfram

Föstudaginn 30. september kl. 16:30 - 18:00 verður innflutningsboð í Hönnunarsafninu.

H A G E - hattagerðarmeistararnir Harper og Anna Gulla flytja inn í vinnustofuna í anddyri Hönnunarsafnsins! Þar ætla þau að vera til loka nóvember.
Anna Gulla og Harper eru meistarar í hattagerð. Þau kynntust í námi og felldu hugi saman í Cutters Academy í Gautaborg 2010. Með aðsetur í Kölingared (SE) og Reykjavík (IS) sérhæfa þau sig í að hanna og framleiða sérsaumaðan fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum.
Harper kennir einnig hattagerð við Cutters Academy í Gautaborg með áherslu á efni eins og loðskinn og leður. Anna Gulla gerir tilraunir með trefjar, massa og hefðbundnar aðferðir, hún sækir efni og þekkingu í nærumhverfi sitt.

Lesa áfram

Skemmtileg leiðsögn verður sunnudaginn 25. september kl. 13:00

Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Rannveig Pálmadóttir, fastagestur Laugardalslaugar (gömlu og nýju) til 80 ára segja frá ýmsu sem drifið hefur á dagana í lauginni.
Verið velkomin á líflegt spjall um lífið í lauginni.
Aðgangseyrir á safnið gildir.

Lesa áfram
Marcos Zotes, einn af eigendum arkitektastofunnar Basalt, segir frá sambandinu á milli samfélagslegs, náttúrulegs og tilbúins umhverfis með útgangspunkti í verkum Basalts.
Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku.
Aðgangseyrir að safninu gildir.

 

Lesa áfram