Fréttir

Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugar og Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur Hönnunarsafns Íslands sjá um leiðsögn um sýninguna SUND sunnudaginn 13. mars kl. 13.

Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt heldur fyrirlesturinn Rútstún-sundlaugar og almenningsgarður í Kópavogi - Hönnun Högnu Sigurðadóttur þriðjudaginn 8. mars kl. 17:30.
Ath. að kaupa miða á viðburðinn á tix.is þar sem sætafjöldi er takmarkaður: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/12765/

Lesa áfram

Pétur H. Ármannsson flytur fyrirlestur um hús Högnu Sigurðardóttur arkitekts á Íslandi sunnudaginn 6. mars kl. 16. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við skráningu á verkum Högnu sem staðið hefur yfir síðustu þrjá mánuði í opnu rannsóknarými safnsins.

Pétur hafði milligöngu um það að fjölskylda Högnu færði Hönnunarsafni Íslands teikningarnar að gjöf.

Best er að tryggja sér miða hér á tix.is þar sem sætaframboð er takmarkað. Aðgangur 1000 kr..
 

Lesa áfram

Sunnudaginn 6. mars klukkan 13 fer fram tóvinnusmiðja fyrir alla fjölskylduna sem Ásthildur Magnúsdóttir leiðir. Þátttakendur fá að kemba og spinna sinn eigin þráð úr óunninni ull. Ekki allir gera sér grein fyrir úr hverju fötin okkar eru búin til en ull og plast eru meðal þess sem notað er í dag. Það verður án efa gaman að taka þátt í spjalli við Ásthildi sem er stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem hún kennir einmitt vefnað og tóvinnu en ullin er sérlegt áhugamál hennar. Þeir sem vilja hinsvegar bara tæta og toga og meðhöndla ullina eru sannarlega velkomnir í rými Hönnunarsafnins sem nefnt er Smiðjan.

Lesa áfram

Velkomin í innflutningsboð hjá STUDIO ALLSBER og opnun á sýningunni SUND laugardaginn 5. mars í Hönnunarsafni Íslands.

Þar sem þessar sýningar hófust á tímum samkomutakmarkana fögnum við nú þegar tækifæri gefst.

Studio allsber samanstendur af vöruhönnuðunum Agnesi Freyju Björnsdóttur, Silvíu Sif Ólafsdóttir og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur. Samtöl fólks í sundlaugum og samband manna og fugla munu koma við sögu í hönnunarferlinu sem lýkur með uppskeruhátíð á HönnunarMars 2022.

Sýningin SUND nær yfir tímabilið frá sundvakningunni við upphaf 20. aldar til dagsins í dag. Sagan sem hún segir af sundlaugamenningu er um leið ylvolg sagan af íslensku nútímasamfélagi með léttri angan af klór og hveralykt, gufuslæðu og skvampi.

Sýningarstjórar: Valdimar T. Hafstein, þjóðfræðingur og Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður.

Lesa áfram

Fríhendis Flóra - útsaumsnámskeið með Sunnu Örlygsdóttur

Um er að ræða tvö kvöld, fimmtudaginn 3. mars og fimmtudaginn 10. mars kl. 16.30 - 19.30 Verð 14.500 kr. samtals fyrir bæði kvöldin.

Miðar á námskeiðið eru fáanlegir á tix.is


Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1

Fyrir hverja: Byrjendur í útsaumi (ekki er þörf á að hafa neinn grunn í útsaumi)

Hvað er „frjáls útsaumur“?

Útsaumur þar sem ekki þarf að telja út í java/stramma og án þess að stuðst sé við forskrift – þannig er það frjálsari útsaumur en til að mynda harðangur, klaustur og ýmiss hvítsaumur.

Markmið: Að þátttakendur öðlist grunn í útsaumi sem hægt er að nota til skreytingar á ýmsum textíl og geti saumað út sér til gagns og gleði.

Lesa áfram

Vegna samkomutakmarkana frestum við eftirfarandi viðburðum sem auglýstir eru í dagskrárbæklingi Garðabæjar:

Opnun sýningarinnar Sund færist til 1. febrúar.

Leiðsögn um sýninguna Sund með Sigríði Sigurjónsdóttur og Valdimari T. Hafstein. (30. janúar)

Fríhendis Flóra- námskeið í útsaumi með Sunnu Örlygs.(3.febrúar)

Regnbogasmiðja fyrir fjölskyldur. (6.febrúar)

Viðburðir tengdir Safnanótt og Vetrarhátíð. (4. - 6. febrúar)

Fyrirlestur Péturs Ármannssonar um arkitektúr Högnu Sigurðardóttur. (13. febrúar)

Fyrirlestur arkitektanna Hrefnu Bjargar Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Ósmann Jónsdóttur um skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts. (20. febrúar)

Leisðögn Þóru Sigurbjörnsdóttur og Árna Jónssonar um sýninguna Sund. (27. febrúar).

 

Lesa áfram

Því miður er safnið lokað í dag, föstudaginn 7. janúar.

Lesa áfram

Kristín Þorrkelsdóttir verður sjálf í safninu á milli kl. 13-15 á síðasta degi sýningarinnar.

Lesa áfram

24.12 LOKAÐ / CLOSED

25.12 LOKAÐ / CLOSED

26.12 LOKAÐ / CLOSED

27. 12 LOKAÐ/ CLOSED

28.12 OPIÐ / OPEN  12-17

29.12 OPIÐ / OPEN 12-17

30.12 OPIÐ / OPEN 12 -17

31.12 LOKAÐ / CLOSED

01.01 LOKAÐ / CLOSED

 

Lesa áfram