Fréttir

Syningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir er komin í bómull og box. Það má skoða hana svona á meðan hættuástandið varir og frítt inn á safnið á meðan en þetta er auðvitað ekki það sem lagt var upp með. 

Lesa áfram

Sunnudaginn 21. febrúar kl 14:00 mun Inga S. Ragnarsdóttir, myndlistarmaður og annar af sýningarstjórum sýningarinnar ganga með gestum um sýninguna Deiglumór. Keramik úr íslenskum leir 1930 - 1970.

Sýningin byggir á rannsóknum Ingu á tímabilinu 1930 - 1970 í sögu keramiklistar á Íslandi. Þar má sjá gripi frá fyrstu leirkeraverkstæðum á Íslandi. Þeir frumkvöðlar sem ráku verkstæðin lögðu áherslu á að nýta íslenskan leir í gripina. Verkstæðin sem um ræðir eru: Listvinahúsið, Funi, Laugarnesleir, Lerbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Roði / S.A. keramik og Glit.

Samtímis sýningunni kemur út samnefnd bók sem byggir á rannsóknum Ingu. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir.

Minningarsjóður Ragnars Kjartanssonar gefur bókina út.
Inga er dóttir Ragnars Kjartanssonar leirlistamanns.

 

Lesa áfram

Sunnudaginn 21. febrúar frá 12:15 - 15:00 býður textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir (Ýrúrarí) upp á opna smiðju í skapandi fataviðgerðum í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa áfram

Í tilefni af 40 ára afmæli Leirlistafélags Íslands verður kveikt á 44 ljóskerum fyrir utan Hönnunarsafn íslands fimmtudaginn 4. febrúar kl. 18 - 20. Viðburðinn er hluti af Vetrarhátíð og stendur frá 4 - 7 febrúar.
Kveikt verður á ljóskerunum alla dagana sem Vetrarhátíð stendur yfir og munu þau loga til kl. 20 á kvöldin.
Leirlistamenn sem taka þátt eru:

Lesa áfram

Sunnudaginn 31. janúar er lokadagur sýningarinnar 100% ULL.

Af því tilefni ætla Birgir Örn Jónsson sýningarstjóri og Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands að vera með leiðsögn um hana þann sama dag.

Ullarvinnsla hefur löngum verið samofin handverks-og iðnaðarsögu þjóðarinnar og eru nú um 750 tonn af ull nýtt í ullarframleiðslu á hverju ári.

Á sýningunni er hægt að fræðast um sex ólík verkefni íslenskra hönnuða og fyrirtækja þar sem íslenska ullin er nýtt á ýmsa vegu.

Þeir hönnuðir og fyrirtæki sem taka þátt í sýningunni eru:

Kula by Bryndís, Ásthildur Magnúsdóttir vefari, Ró, Kormákur og Skjöldur, Magnea og Ístex.

Lesa áfram

Birgir Örn Jónsson, arkitekt  og Signý Þórhallsdóttir, fatahönnuður eru sýningarstjórar sýningarinnar 100% ULL. Þau sjá um leiðsögn laugardaginn 23 janúar kl. 14.00.

Nauðsynlegt er að kaupa miða fyrirfram sökum fjöldatakmarkana. Hér er tengill á miðasölu.

https://tix.is/is/event/10862/lei-sogn-um-syninguna-100-ull/

Lesa áfram

PEYSA MEÐ ÖLLU FYRIR ALLA. 

Velkomin á opnunardag föstudaginn 22. janúar frá kl. 12-17.

Sama dag bjóðum við frítt inn á sýninguna 100% ULL.

 

Lesa áfram

Opnunartímar yfir jól og áramót:

  • 23. des OPIÐ 12-17 
  • 24. – 26. des. LOKAР 
  • 27. des. OPIÐ 12-17
  • 28. des. LOKAÐ (á mánudögum)  
  • 29. – 30. des. OPIÐ 12-17 
  • 31. des. LOKAÐ
  • 1. jan. LOKAÐ. 
  • 2. jan. OPIÐ 12-17.

Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands óskar öllum gleðilegrar hátíðar og þakkar góð samskipti á árinu sem er að líða.  

Lesa áfram

Magnea Einarsdóttir fatahönnuður mætir með hlýjar og fallegar yfirhafnir sem frumsýndar voru á sýningunni 100% ULL. Línan ber nafnið Made in Reykjavík og samanstendur af treflum og yfirhöfnum úr íslenskri ull.
Safnið er opið frá 12-17 laugardag og sunnudag.
Verð frá á treflum 18.500. Verð á kápum frá 90.000

Lesa áfram

Safnið opnar aftur á morgun 18. nóvember. Hámarks fjöldi í safninu er 10 manns samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum.

Á safninu eru eftirfarandi sýningar í gangi:

100% ULL sem hefur verið framlengd til 31. janúar 2021.

Safnið á röngunni, átak í forvörslu og skráningu textílgripa sem stendur til áramóta.

Fuglasmiður í vinnustofudvöl sem stendur til áramóta.

Lesa áfram