Árdís Olgeirsdóttir

Sigga Heimis

Formleg opnun sýningar á verkum Sigríðar Heimisdóttur iðnhönnuðar var í safninu laugardaginn 11. september nk.  Sýningin verður opin almenningi frá og með sunnudeginum 12. september.

2010-09-11T00:00:00 to 2011-01-30T00:00:00
Lesa áfram

Sjálfsagðir hlutir

Tilgangur sýningarinnar Sjálfsagðir hlutir er að kynna efni og sögu þekktra og oft klassískra hluta í hönnunarsögunni. Nær allt sem við snertum hefur verið hannað á einhvern hátt. Á sýningunni  eru sýndir nokkrir af þeim hlutum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og efnisvali þeirra gerð skil. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem gegna allir á sinn hátt mikilvægu hlutverki og hafa jafnvel sannað gildi sitt sem „klassískir“ á þann hátt að endurnýjun eða endurhönnun virðist óþörf þegar við virðum þá fyrir okkur í dag. 

2012-02-10T00:00:00 to 2012-05-20T00:00:00
Lesa áfram

Á Safnanótt kl. 19 verður ný sýning opnuð í safninu sem heitir Sjálfsagðir hlutir. Ýmsir sjálfsagðir hlutir í umhverfi okkar eru fyrirferðarlitlir. Svo að segja allt sem við snertum dags daglega hefur verið hannað á einhvern hátt.  Á sýningunni Sjálfsagðir hlutir er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr. Fjölskyldusmiðja verður í tengslum við sýninguna þar verða verkefni í tengslum við hráefni og hönnun.

Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hafa oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr hráefnum. Hlutverk hönnuða er í flestum tilfellum að auðvelda líf okkar. Þeir eru stöðugt að hanna ný verkfæri sem hjálpa til við að leysa verkefni daglegs lífs.

Lesa áfram

Þann 7. október nk. standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu, með finnska hönnuðinum Píu Holm. Pía vinnur mynsturhönnun í textíl og nefnir hún námsstefnuna NATURALLY HAPPY PATTERNS eða Náttúrulega hamingjusöm mynstur. Námsstefnan er haldin í tengslum við kynningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Píu Holm dagana 7.-21. oktober en hún hefur m.a hannað fyrir Marimekko, þekkt hönnunarfyrirtæki í Svíþjóð og undir eigin merki  happydesign.fi. Námsstefnan er ætluð fagfólki og nemum í hönnun.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með skráningu á: ardisol@gardabaer.is

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Árdís Olgeirsdóttir