Á Safnanótt kl. 19 verður ný sýning opnuð í safninu sem heitir Sjálfsagðir hlutir. Ýmsir sjálfsagðir hlutir í umhverfi okkar eru fyrirferðarlitlir. Svo að segja allt sem við snertum dags daglega hefur verið hannað á einhvern hátt. Á sýningunni Sjálfsagðir hlutir er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr. Fjölskyldusmiðja verður í tengslum við sýninguna þar verða verkefni í tengslum við hráefni og hönnun.
Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hafa oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr hráefnum. Hlutverk hönnuða er í flestum tilfellum að auðvelda líf okkar. Þeir eru stöðugt að hanna ný verkfæri sem hjálpa til við að leysa verkefni daglegs lífs.