íslensk hönnun

Sunnudaginn 31. janúar er lokadagur sýningarinnar 100% ULL.

Af því tilefni ætla Birgir Örn Jónsson sýningarstjóri og Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands að vera með leiðsögn um hana þann sama dag.

Ullarvinnsla hefur löngum verið samofin handverks-og iðnaðarsögu þjóðarinnar og eru nú um 750 tonn af ull nýtt í ullarframleiðslu á hverju ári.

Á sýningunni er hægt að fræðast um sex ólík verkefni íslenskra hönnuða og fyrirtækja þar sem íslenska ullin er nýtt á ýmsa vegu.

Þeir hönnuðir og fyrirtæki sem taka þátt í sýningunni eru:

Kula by Bryndís, Ásthildur Magnúsdóttir vefari, Ró, Kormákur og Skjöldur, Magnea og Ístex.

Lesa áfram

Á dögunum hélt Garðabær upp á 40 ára afmæli sitt með hátíðlegri dagskrá á Garðatorgi. Af þessu tilefni bauð Hönnunarsafn Íslands valinkunnum Garðbæingum að velja sér safngrip úr varðveislurýmum safnsins til að setja upp á safnmunasýninguna Geymilegir hlutir.

Sjö Garðbæingar mættu á tilsettum tíma og fylgdi starfsfólki safnsins um varðveislurýmin og fékk dálitla innsýn í verkefni starfsfólks. Á afmælisdaginn sjálfan var búið að stilla safngripnum upp ásamt stuttri frásögn sem skýrði af hverju viðkomandi valdi þann grip.

Lesa áfram

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2015 hefur lokið störfum. Með því að fara á heimasíðu verðlaunanna má sjá forval dómnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands og vísbendingu um handhafa viðurkenningar fyrir bestu fjárfestingu í hönnun. Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt 24. nóvember, að loknu málþingi um framleiðslumöguleika á Íslandi.

Lesa áfram

Við bjóðum upp á glænýja sýningu með völdum munum úr safnkosti safnsins. Á 17. júní er ókeypis aðgangur í safnið og opið frá 12-17. Við hvetjum alla til að nýta daginn og gera sér ferð í safnið og skoða úrvalsmuni úr safneigninni sem varpa ágætu ljósi á þá breidd sem einkennir söfnunarsvið Hönnunarsafnsins. Á sýningunni má skoða módel af byggingu Högnu Sigurðardóttur að Bakkaflöt 1 í Garðabæ, en einnig Appollo stól Gunnars Magnússonar og fatnað íslenskra tískuhönnuða og listamanna. Nokkrir lampar eru til sýnis, meðal annars Heklulampi þeirra Péturs B. Lútherssonar og Jóns Ólafssonar en Heklulampinn var framleiddur í mörg ár í Danmörku og seldur víða. Meirihluti safneignar safnsins eru gjafir og á sýningunni geta gestir lesið sér til gagns og fróðleiks ýmsa texta um það af hverju ákveðnum hlutum er safnað.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - íslensk hönnun