íslensk leirlist

Sunnudaginn 21. febrúar kl 14:00 mun Inga S. Ragnarsdóttir, myndlistarmaður og annar af sýningarstjórum sýningarinnar ganga með gestum um sýninguna Deiglumór. Keramik úr íslenskum leir 1930 - 1970.

Sýningin byggir á rannsóknum Ingu á tímabilinu 1930 - 1970 í sögu keramiklistar á Íslandi. Þar má sjá gripi frá fyrstu leirkeraverkstæðum á Íslandi. Þeir frumkvöðlar sem ráku verkstæðin lögðu áherslu á að nýta íslenskan leir í gripina. Verkstæðin sem um ræðir eru: Listvinahúsið, Funi, Laugarnesleir, Lerbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Roði / S.A. keramik og Glit.

Samtímis sýningunni kemur út samnefnd bók sem byggir á rannsóknum Ingu. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir.

Minningarsjóður Ragnars Kjartanssonar gefur bókina út.
Inga er dóttir Ragnars Kjartanssonar leirlistamanns.

 

Lesa áfram

Á dögunum færði Steinunn Marteinsdóttir Hönnunarsafni Íslands veglega gjöf. Um er að ræða nokkurn fjölda leirmuna eftir Steinunni sem voru á yfirlitssýningu safnsins á verkum hennar fyrr á þessu ári. Meðal þeirra verka sem Steinunn gaf safninu eru stórir skúlptúrvasar, Jökulstef og Esjustef sem hún sýndi á fyrstu einkasýningu sinni á Kjarvalsstöðum árið 1975 og marka þáttaskil í íslenskri lista- og hönnunarsögu. Þessi verk eru lykilverk á ferli Steinunnar, þau sýna frumlega afstöðu gagnvart þeirri hefð sem hafði verið ríkjandi í íslenskri leirlist fram að þessum tíma. Með náttúrustefjum sínum mótaði Steinunn íslensk fjöll sem var nýmæli innan leirlistarinnar og vakti mikla athygli. Annar kjörgripur sem Steinunn færði safninu er hár vasi sem var sendur á stóra norræna farandsýningu í Bandaríkjunum árið 1980.

Lesa áfram

Í Hönnunarsafni Íslands er verið að undirbúa yfirlitssýningu á leirlistaverkum Steinunnar Marteinsdóttur sem býr og starfar að list sinni að Hulduhólum í Mosfellsbæ. Steinunn á afar langan og farsælan feril að baki og hún er fyrir löngu orðin þekkt fyrir einkar glæsilegt og fjölbreytt framlag til íslenskrar leirlistarsögu. Verk Steinunnar má finna víða, svo sem  í opinberum söfnum og í einkasöfnum hér heima og í útlöndum.

Vegna undirbúnings sýningarinnar óskum við eftir því að einstaklingar og fjölskyldur sem eiga leirmuni eftir Steinunni hafi samband við safnið svo hægt verði að skrá til hlítar muni Steinunnar. Auðvelt er að þekkja leirmuni Steinunnar þrátt fyrir að verk hennar séu einstaklega fjölbreytt, en Steinunn merkir yfirleitt alltaf verk sín SM, S Mart eða Steinunn.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - íslensk leirlist