Ólöf Jakobína Ernudóttir

Í nóvember og desember hefur  Hönnunarsafn Íslands boðið upp á jólasmiðjur fyrir nemendur leik-og grunnskóla í tengslum við jólasýningu safnsins Hvít jól. Skólabörnin hafa búið til kramarhús, músastiga,  klippt jóladúka og búið til jólaskraut af ýmsu tagi. Börnin hafa ekki látið sitt eftir liggja sungið jólalög og  skreytt jólatré safnsins með litríku jólaskrauti.
 Jólasmiðjan hefur farið vel af stað og skín ákafinn og tilhlökkun fyrir jólunum úr hverju andliti hver hlutur hefur sitt sérkenni og er búin til af alúð þar sem einfaldleikinn og smáatriðin spila saman og mynda hlut sem er fallegt að skreyta með og gaman að snerta, eiga eða gefa.
Á myndunum má sjá áhugasama nemendur Hofsstaðaskóla og Flataskóla klippa út kramarhús og nemendur Leikskólans Bæjarbóls skreyta jólatré safnsins.

Lesa áfram

Á jólasýningu safnsins gefur að líta stórt hátíðarborð fyrir þrettán gesti þar sem áhersla er lögð á borðbúnað og stóla sem eru verk hönnuða frá öllum norðurlöndunum, diskar, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun.

Helgina 12.-13. nóv. er síðasta sýningarhelgi á verkum finnska mynstur- og textílhönnuðarins Píu Holm en vefnaðarvara hennar er skreytt stórgerðu mynstri sem einkennist af metnaði og fágun. Pía leikur sér gjarnan með ólíka tækni og útfærslur á mynstrum sínum. Hún hefur að undanförnu unnið með nokkrum af fremstu fyrirtækjum Skandinavíu á  sviði textíl- og innanhússhönnunar.
Mynstrin sem eru til sýnis voru unnin fyrir Marimekko, hið víðfræga finnska textíl- og fatahönnunarfyrirtæki.

Lesa áfram

Föstudaginn 28. október kl. 17 verður opnuð ný sýning í Hönnunarsafni Íslands. Að þessu sinni sýnum við fjölbreyttan norrænan borðbúnað og stóla. Við höfum leitað fanga á heimilum fólks og víðar og sett saman á skemmtilegan hátt - gamalt í bland við nýtt, stál í bland við silfur, kristal í bland við gler og kunnuglega hluti í bland við framandi.
Norræn jól snúast að miklu leyti um hefðir og hátíðleika. Við höldum gjarnan í fjölskyldusiði þar sem matargerð og borðhald leika stærsta hlutverkið. Á hátíðarborðinu á hver hlutur sinn sess og öllu er tjaldað til.
Á sýningunni má meðal annars sjá diska, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun og er orðin þekkt víða um heim. Þó hafa margir þessara hluta ekki hlotið þann stað í hugum okkar að þeir eigi heima á uppdekkuðu hátíðarborði.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Ólöf Jakobína Ernudóttir