Í nóvember og desember hefur Hönnunarsafn Íslands boðið upp á jólasmiðjur fyrir nemendur leik-og grunnskóla í tengslum við jólasýningu safnsins Hvít jól. Skólabörnin hafa búið til kramarhús, músastiga, klippt jóladúka og búið til jólaskraut af ýmsu tagi. Börnin hafa ekki látið sitt eftir liggja sungið jólalög og skreytt jólatré safnsins með litríku jólaskrauti.
Jólasmiðjan hefur farið vel af stað og skín ákafinn og tilhlökkun fyrir jólunum úr hverju andliti hver hlutur hefur sitt sérkenni og er búin til af alúð þar sem einfaldleikinn og smáatriðin spila saman og mynda hlut sem er fallegt að skreyta með og gaman að snerta, eiga eða gefa.
Á myndunum má sjá áhugasama nemendur Hofsstaðaskóla og Flataskóla klippa út kramarhús og nemendur Leikskólans Bæjarbóls skreyta jólatré safnsins.