Óvænt kynni

Nú fer hver að verða síðastur að skoða í Hönnunarsafni Íslands þann hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Á sýningunni eru munir úr safneign safnsins og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 24. nóvember kl.14 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi hjá Hönnunarsafni Íslands, með fjölskylduleiðsögn um sýninguna Óvænt kynni. Byrjað verður á rannsóknarleiðangri um sýninguna þar sem húsgögnin verða gaumgæfð. Stólar verða skoðaðir frá ýmsum sjónarhornum, frá hlið, að ofan og jafnvel kíkt undir þá. Spáð verður í mjúk efni og hörð form. Hafa stólarnir eitthvað að segja okkur? Skiptir máli úr hvaða efni þeir eru gerðir? Hvaða form er að finna í stólunum? Hvaða litir eru í þeim? Getur stóll verið höfðinglegur? En fjörlegur? Getur hann verið leiðinlegur eða fyndinn?

Lesa áfram

Sunnudaginn 20. október kl. 14:00 verður Elísabet V. Ingvarsdóttir með leiðsögn og spjallar við gesti um sýninguna Óvænt kynni í Hönnunarsafni Íslands. Elísabet er sýningarstjóri sýningarinnar ásamt Arndísi S. Árnadóttur.
 
Óvænt kynni endurspeglar afmarkaðan hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Á sýningunni eru munir úr safneign Hönnunarsafns Íslands og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Lesa áfram

Sýningin Óvænt kynni- Innreið nútímans í íslenska hönnun í Hönnunarsafni Íslands verður framlengd til 5. janúar 2014.

Sýningin endurspeglar þann hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Á sýningunni eru munir úr safneign Hönnunarsafns Íslands og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 15. september kl. 14 verður dr. Arndís S. Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur með leiðsögn um sýninguna Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa áfram

Armstóllinn á Pallinum er hannaður af Gunnari Theódórssyni (1920-2002). Stóllinn er úr svartlituðum harðvið og klæddur ullaráklæði. Áklæðið er ekki upprunalegt en íslenskt engu að síður og framleitt af Gefjun.

Gunnar Theódórsson stundaði nám í húsgagnabólstrun og síðar innanhússarkitektúr í Kaupmannahöfn á árunum 1938-1945. Eftir að hann kom heim úr námi starfaði hann hjá Húsameistara Reykjavíkurborgar til 1954, rak eigin teiknistofu frá 1954-1971 og vann hjá Skrifstofum ríkisspítalanna frá 1971–1995. Gunnar var einn af stofnfélögum Félags húsgagnaarkitekta árið 1955. Stofnfélagar voru, auk Gunnars, Árni Jónsson, Helgi Hallgrímsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Sigurgísli Sigurðsson og Sveinn Kjarval. Hægt er að skoða gripi eftir þá alla nema Sigurgísla og Gunnar á sumarsýningu safnsins Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun

Lesa áfram

Býrð þú yfir vitneskju?

Sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands, Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun, er meðal annars ætlað að styrkja rannsóknarhlutverk safnsins um íslenska hönnunarsögu. Hugmyndin með Pallinum er að sýna gripi sem vantar meiri upplýsingar um. Gripum verður skipt reglulega út á meðan á sýningartíma stendur. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðunni sem og á facebook síðu þess. Þar sem hægt verður að nálgast myndir og upplýsingar um alla gripi sem valdir eru á Pallinn.

Þekking á íslenskri hönnunarsögu er enn að mótast og eitt stærsta verkefnið sem unnið er að í safninu í dag er að leita upplýsinga og safna og skrá skipulega þessa sögu eftir ýmsum leiðum. Í safneignina hafa ratað hlutir sem lítið er vitað um. Því viljum við nota tækifærið samhliða sýningunni Óvænt kynni, og leita til gesta safnsins eftir upplýsingum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 7. júlí verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafninu. Aðgangur er ókeypis.

FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN Kl. 14:30 um yfirstandandi sýningu, Óvænt kynni, í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur fulltrúa safneignar.  Í leiðsögninni mun Þóra flétta inn frásögnum af því starfi sem fram fer á bak við tjöldin í Hönnunarsafninu og varpa ljósi á þá vinnu sem í gangi er á heimildaöflun um íslenska hönnunarsögu.

ÓVÆNT KYNNI - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6. -13.10. 2013)

Lesa áfram

Sunnudaginn 7. júlí verður íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Ýmislegt skemmtilegt verður um að vera í Hönnunarsafni Íslands.

Boðið verður upp á leiðsögn um sumarsýningu safnsins, Óvænt kynni kl. 14.30. Við það tækifæri opnum við Pallinn. Pallurinn verður staðsettur fyrir framan sýningarsalinn. Þar verður stillt upp ýmsum gripum úr safneign á meðan á sumarsýningunni stendur. Það kemst þó ekki hvað sem er á Pallinn. Þangað fara þeir gripir sem við þekkjum lítið til eða vantar upplýsingar um. Við viljum því leita til gesta eftir upplýsingum um viðkomandi grip eða vangaveltum um sögu hans.

Lesa áfram

ÓVÆNT KYNNI - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6. -13.10. 2013)

Á sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands er sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980. Meginuppistaða sýningarinnar er safnkostur safnsins en einnig er skyggnst inn í geymslur annarra safna og í heimahús þar sem óvænt kynni við hluti og sögur af hönnun komu oft á óvart. Slíkir fundir eiga erindi við samtímann.

Á sýningunni má líta bæði vel þekkta hönnunargripi, einkum húsgögn sem öðlast hafa sess með þjóðinni sem tímamótaverk, en einnig óvænta hluti sem greina má jafnt í verkum nafnlausra smiða sem og framsækinna húsgagna- og textílhönnuða á síðustu öld. Staldrað er við gripi sem varðað hafa veginn og minna jafnframt á að samtímahönnun bergmálar oft það sem á undan kom og að „margt kann öðru líkt að vera“.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Óvænt kynni