Nærvera er sýning á nýjum peysum textílhönnuðarins Ýrúrarí á Hönnunarsafni Íslands, í sýningarstjórn hönnunarteymisins Stúdíó Fræ. Ferlið við gerð sýningarinnar byggist á tilraunum með fjölbreyttum textíl nálgunum sem veita ósöluhæfum peysum úr endurvinnslustöðvum sterkari nærveru svo þær haldist í notkun um ókomna tíð. Í anda fyrri verkefna Ýrúrarí eru peysurnar unnar á húmorískan hátt með leikgleði að leiðarljósi. Markmiðið er að lífga upp á hversdaginn.

2023-04-28T18:00:00 to 2023-08-27T17:00:00