Þóra Sigurbjörnsdóttir

Elsa Nielsen og Þóra Sigurbjörns spjalla um stóla

Date: 
föstudagur, 24 mars, 2017 - 14:05
Elsa Nielsen og Þóra Sigurbjörns spjalla um stóla

Sunnudaginn 26. mars kynnir Elsa Nielsen samstarfsverkefnið #einnádag og nýjar vörur, veggspjald og gjafakort sem Hönnunarsafnið gefur út á HönnunarMars 2017. Sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll, Þóra Sigurbjörnsdóttir, mun varpa ljósi á sögu nokkurra stóla sem Elsa hefur teiknað. Grafíski hönnuðurinn Elsa Nielsen hefur getið sér gott orð fyrir teikningar sínar #einádag sem hún hefur birt á Instagrammi reglulega. Í tilefni af HönnunarMars 2017 leitaði Hönnunarsafnið eftir samstarfi við Elsu um að teikna hluti úr safneign safnsins.

Íslenska
Lesa áfram

Sunnudaginn 26. mars kl. 14:00 – 15:30 verður kynning á samstarfsverkefni Hönnunarsafnsins og Elsu Nielsen, #einnádag. Á HönnunarMars gefur safnið út veggspjald með 28 teikningum Elsu af stólum úr safneign safnsins og 12 gjafakortum.  Sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll, Þóra Sigurbjörnsdóttir, mun varpa ljósi á sögu nokkurra stóla sem Elsa hefur teiknað í léttu spjalli við Elsu. Léttar veitingar og tilboð á vörunni í safnbúð safnsins á meðan á kynningu stendur á sunnudag. Verið velkomin!

Lesa áfram

Sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar. 

Sýningunni lýkur sunnudaginn 22. febrúar.

Lesa áfram

Næstsíðasta sýningarhelgi - leiðsögn sunnudag 15. feb. kl. 14

Date: 
sunnudagur, 15 febrúar, 2015 - 14:00 - 14:45
Næstsíðasta sýningarhelgi - leiðsögn sunnudag 15. feb. kl. 14

Sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.

Íslenska
Lesa áfram

Sjálfsagðir hlutir

Tilgangur sýningarinnar Sjálfsagðir hlutir er að kynna efni og sögu þekktra og oft klassískra hluta í hönnunarsögunni. Nær allt sem við snertum hefur verið hannað á einhvern hátt. Á sýningunni  eru sýndir nokkrir af þeim hlutum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og efnisvali þeirra gerð skil. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem gegna allir á sinn hátt mikilvægu hlutverki og hafa jafnvel sannað gildi sitt sem „klassískir“ á þann hátt að endurnýjun eða endurhönnun virðist óþörf þegar við virðum þá fyrir okkur í dag. 

2012-02-10T00:00:00 to 2012-05-20T00:00:00
Lesa áfram

Sunnudaginn 14. apríl klukkan 14 mun Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi safneignar, vera með almenna leiðsögn um sýningarnar Nordic Design Today og Innlit í Glit.

Nordic Design Today kynnir úrval nýrrar norrænnar hönnunar á tímum sem einkennast af leit að nýjum einkennum og leiðum. Hönnuðirnir eru Front, Harri Koskinen, Henrik Vibskov, Sigurd Bronger, Sigurður Gústafsson og Steinunn Sigurdardóttir. Þau hafa öll hlotið Torsten og Wanja Söderberg verðlaunin, sem eru stærstu hönnunarverðlaun sinnar tegundar og veitt árlega norrænum hönnuði.

Lesa áfram

Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi safneignar hjá Hönnunarsafni Íslands vera með hádegissleiðsögn um sýningarnar Gísli B. – Fimm áratugir í grafískri hönnun og Innlit í Glit. Leiðsögnin hefst  kl. 12 og er um 20 mín.

Sérstök áhersla verður lögð á merki Gísla, þar sem lesið verður í táknin sem birtast þar og velt vöngum yfir því hvaða sögu þau segja.

Sýningin Innlit í Glit segir frá fyrstu 15 árum í sögu Leirbrennslunnar Glit hf. Sagt verður frá þeirri sögu í stuttu máli ásamt því að einstakir gripir verða skoðaðir sérstaklega.

Allir  velkomnir.

Lesa áfram

Þóra Sigurbjörnsdóttir verður með leiðsögn sniðna að fjölskyldum næstkomandi sunnudag kl. 14.00.
Gengið verður um sýninguna „Fimm áratugir í grafískri hönnun“. Þóra mun skoða sérstaklega tákn og grunnform í hönnun Gísla B.Björnssonar en á sýningunni má sjá bókakápur, forsíður tímarita og þekkt merki fyrirtækja og félagasamtaka.
 
Að lokinni leiðsögn geta fjölskyldur tekið þátt í skemmtilegri listasmiðju og hannað sitt eigið merki.

Leiðsögnin tekur um 20 mín og listasmiðjan verður opin þar á eftir. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á vefsíðu safnsins,
www.honnunarsafn.is og á fésbókinni.

Lesa áfram

Á Safnanótt kl. 19 verður ný sýning opnuð í safninu sem heitir Sjálfsagðir hlutir. Ýmsir sjálfsagðir hlutir í umhverfi okkar eru fyrirferðarlitlir. Svo að segja allt sem við snertum dags daglega hefur verið hannað á einhvern hátt.  Á sýningunni Sjálfsagðir hlutir er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr. Fjölskyldusmiðja verður í tengslum við sýninguna þar verða verkefni í tengslum við hráefni og hönnun.

Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hafa oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr hráefnum. Hlutverk hönnuða er í flestum tilfellum að auðvelda líf okkar. Þeir eru stöðugt að hanna ný verkfæri sem hjálpa til við að leysa verkefni daglegs lífs.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Þóra Sigurbjörnsdóttir