Sunnudaginn 26. mars kl. 14:00 – 15:30 verður kynning á samstarfsverkefni Hönnunarsafnsins og Elsu Nielsen, #einnádag. Á HönnunarMars gefur safnið út veggspjald með 28 teikningum Elsu af stólum úr safneign safnsins og 12 gjafakortum. Sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll, Þóra Sigurbjörnsdóttir, mun varpa ljósi á sögu nokkurra stóla sem Elsa hefur teiknað í léttu spjalli við Elsu. Léttar veitingar og tilboð á vörunni í safnbúð safnsins á meðan á kynningu stendur á sunnudag. Verið velkomin!