Þríund

Safnið er opið sem hér segir yfir páskahátíðina:

OPIÐ: Skírdag og laugardag fyrir páska.

LOKAÐ: Föstudaginn langa, páskadag og annan dag páska.

Verið velkomin, gleðilega páska!

Lesa áfram

Nú stendur yfir uppsetning nýrrar sýningar sem verður opnuð formlega miðvikudaginn 9. mars kl. 17. Sýningin heitir Þríund og mun skarta glænýjum verkum þriggja hönnuða úr mismunandi greinum. Það eru Akureyringurinn Aníta Hirlekar fatahönnuður, Hafnfirðingurinn Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker og Reykvíkingurinn Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður sem hafa staðið í ströngu vegna undirbúnings sýningarinnar og afraksturinn fáum við að sjá núna á HönnunarMars. Í millitíðinni geta gestir safnsins skoðað sýninguna Geymilegir hlutir, á safnmunum í safneign safnsins sem er stöðugt í gangi.

Yfir HönnunarMarsinn verða einnig kynntar í salarkynnum safnsins þær tillögur sem dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands valdi ásamt verðlaunahöfum, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í nóvember síðastliðnum.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Þríund