17. júní

Við bjóðum upp á glænýja sýningu með völdum munum úr safnkosti safnsins. Á 17. júní er ókeypis aðgangur í safnið og opið frá 12-17. Við hvetjum alla til að nýta daginn og gera sér ferð í safnið og skoða úrvalsmuni úr safneigninni sem varpa ágætu ljósi á þá breidd sem einkennir söfnunarsvið Hönnunarsafnsins. Á sýningunni má skoða módel af byggingu Högnu Sigurðardóttur að Bakkaflöt 1 í Garðabæ, en einnig Appollo stól Gunnars Magnússonar og fatnað íslenskra tískuhönnuða og listamanna. Nokkrir lampar eru til sýnis, meðal annars Heklulampi þeirra Péturs B. Lútherssonar og Jóns Ólafssonar en Heklulampinn var framleiddur í mörg ár í Danmörku og seldur víða. Meirihluti safneignar safnsins eru gjafir og á sýningunni geta gestir lesið sér til gagns og fróðleiks ýmsa texta um það af hverju ákveðnum hlutum er safnað.

Lesa áfram

Safnið er opið á þjóðhátíðardaginn, 17. júní frá kl. 12-17! Verið velkomin.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - 17. júní