Laugardaginn 3. desember verða ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Asker á Garðatorgi og líkt og fyrri ár verður ókeypis aðgangur í Hönnunarsafnið þennan dag frá kl. 12-17. Það er því tilvalið fyrir fjölskylduna að líta inn í safnið og skoða sýningarnar Geymilegir hlutir og Á pappír sem var opnuð fyrir nokkrum dögum. Í safninu er barnahorn inn af afgreiðslunni á jarðhæð sem börn kunna vel að meta, lítið hús með eldhúsi þar sem margt má bralla og brasa. Uppi við sýningarrými safnsins er einnig aðstaða fyrir börn og fullorðna þar sem hægt er að lita myndir, teikna og svara spurningum um þá gripi sem eru á sýningum safnsins.

Verið hjartanlega velkomin!

Smellið hér til að skoða dagskrána á torginu þennan eftirmiðdag.

Lesa áfram