Undanfarna mánuði hefur Hönnunarsafn Íslands staðið fyrir skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts (1929 - 2017).
Högna bjó og starfaði í Frakklandi eftir útskrift frá École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París. Fimm einbýlishús eftir hana voru reist á 7. áratugnum á Íslandi. Þekktast þeirra er Bakkaflöt 1 í Garðabæ. Húsið var valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og mið Evrópu í útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist. Högna hannaði einnig Kópavogslaug og svæðið í kringum hana, en einungis hluti af því verkefni varð að veruleika.