Arkitektúr

MÓDELSMIÐIR Í VINNUSTOFUDVÖL

Undanfarna mánuði hefur Hönnunarsafn Íslands staðið fyrir skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts (1929 - 2017). 
Högna bjó og starfaði í Frakklandi eftir útskrift frá École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París. Fimm einbýlishús eftir hana voru reist á 7. áratugnum á Íslandi. Þekktast þeirra er Bakkaflöt 1 í Garðabæ. Húsið var valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og mið Evrópu í útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist. Högna hannaði einnig Kópavogslaug og svæðið í kringum hana, en einungis hluti af því verkefni varð að veruleika. 

2022-06-16T12:00:00 to 2022-08-31T17:00:00
Lesa áfram

Þriðjudaginn 22. mars nk.kl. 17:30 munu þær Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir arkitektar miðla ferlinu við skráningu á teikningum Högnu Sigurðardóttur arkitekts (1929-2017). Skráningin fór fram í opnu rannsóknarými Hönnunarsafns Íslands. Meðal þess sem kom í ljós var fjöldi teikninga af óbyggðum byggingum.

Ath að sætapláss er takmarkað, hægt er að kaupa miða hér.

 

Lesa áfram

Gögn úr samkeppnum sem haldnar hafa verið eftir reglum Arkitektafélags Íslands eru varðveitt í Hönnunarsafni Íslands.

Hér má er að finna lista yfir þær samkeppnir sem eru varðveittar frá árinu 2012:


2012

  • Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa
  • Gönguleið um Kárastaðastíg
  • Götugögn- hjól
  • Hjúkrunarheimili á Ísafirði
  • Ingólfstorg _ Kvosin
  • Nýtt fangelsi á Hólmsheiði
  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
  • Stöng
  • Umhverfi Gullfoss

2013

  • Fjölbrautaskóli Suðurlands – stækkun verknámsaðstöðu
  • Sundhöllin í Reykjavík

2014

  • Geysir
  • Skipulag Háskólasvæðisins

2015

Lesa áfram
Laugardaginn 30. júní kl. 15:00 verður boðið upp á leiðsögn um skráningarverkefnið Safnið á röngunni með Einari Þorsteins.
 
Pétur Ármannsson arkitekt og Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins sjá um leiðsögn og spjall á sýningunni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini. Undanfarnar vikur hefur Þóra leitt skráningu á verkum Einars Þorsteins á Hönnunarsafni Íslands fyrir opnum tjöldum.
Lesa áfram

Fimmtudaginn 25. janúar býður Hönnunarsafn Íslands upp á leiðsögn um Marshall húsið, Grandagarði 20.

Leiðsögn og spjall: Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt hjá Kurt og Pí

Mæting kl. 17.00 í Marshall-húsið, Grandagarði 20

Hönnunarverðlaun Íslands árið 2017. Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason arkitektar hjá Kurt og Pí leiddu hönnun á endurgerð hússins í samstarfi við ASK arkitekta. Marshall-húsið er nýr vettvangur lista við gömlu höfnina í Reykjavík. Arkitektar hússins sem var upprunalega byggt árið 1948 voru Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson. Húsið var byggt sem síldarbræðsla en hýsir nú í kjölfar breytinganna Nýlistasafnið, Kling og Bang, Stúdíó Ólafs Elíassonar ásamt vinnustofu og veitingahúsið Marshall Restaurant + Bar. Húsið hafði staðið autt í rúmlega tíu ár.ingahúsið Marshall Restaurant + Bar. 

Lesa áfram

Þriðjudaginn 18. október 2011, kl. 20, flytur Pétur H. Ármannsson arkitekt fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands, um byggingarlist í Garðabæ. Fyrirlesturinn er fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð um Áratugi í íslenskri hönnunarsögu sem Hönnunarsafnið hyggst standa að á næstu misserum.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Arkitektúr