Hönnunarsafn Íslands hefur tekið þátt í Hönnunarmarsi á hverju ári frá upphafi. Eftir að safnið var opnað á Garðatorgi hafa Hönnunarmarssýningarnar verið opnaðar daginn fyrir sjálfa opnunarhátíðina.
Í ár er boðið upp á sýninguna NORRÆN HÖNNUN Í DAG sem kemur frá Röhsska, hönnunarsafni Svía.
 
Sex framúrskarandi norrænir samtímahönnuðir eiga verk á sýningunni en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa hlotið á síðustu árum hin virtu Torsten och Wanja Söderbergspris. Hönnuðirnir eru: Front hönnunarteymið frá Svíþjóð, Harri Koskinen frá Finnlandi, Henrik Vibskov frá Danmörku, Sigurd Bronger frá Noregi og Steinunn Sigurðardóttir og Sigurður Gústafsson frá Íslandi. Fjölbreytnin er ríkjandi á sýningunni, en þessir hönnuðir starfa á sviði fatahönnunar, skartgripahönnunar og vöru- og húsgagnahönnunar.

Lesa áfram