dr. Arndís S. Árnadóttir

Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun

Á sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands er sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980. Meginuppistaða sýningarinnar er safnkostur safnsins en einnig er skyggnst inn í geymslur annarra safna og í heimahús þar sem óvænt kynni við hluti og sögur af hönnun komu oft á óvart. Slíkir fundir eiga erindi við samtímann.

2013-06-07T00:00:00 to 2013-10-13T00:00:00
Lesa áfram

Sýnishorn úr safneign

Eitt af meginmarkmiðum Hönnunarsafnsins er að safna hönnunargripum og varðveita þá sem marktækan vitnisburð um íslenska hönnunar- og listhandverkssögu. Rannsóknir eru skammt á veg komnar á flestum sviðum hönnunar á Íslandi.

Söfnun muna miðast við tímabilið 1900 til samtíma.

Safneignin í dag samanstendur af rúmlega 1200 gripum en á langt í land með að endurspegla á heildrænan hátt hönnunarsögu ákveðins tímabils, stílsögu þess eða einn flokk hönnunar umfram annan.

HVERJU ER SAFNAÐ?

2010-05-27T00:00:00 to 2010-10-05T00:00:00
Lesa áfram

Nú fer hver að verða síðastur að skoða í Hönnunarsafni Íslands þann hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Á sýningunni eru munir úr safneign safnsins og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Lesa áfram

Næstkomandi sunnudag 10. nóvember kl. 14:00 mun Arndís S. Árnadóttir ganga um sýninguna Óvænt kynni ásamt Þorbjörgu Þórðardóttur textíllistakonu, þar sem áhersla verður lögð á textílþrykk og Gallerí Langbrók.
Arndís er sýningarstjóri sýningarinnar ásamt Elísabetu V. Ingvarsdóttur.

Með stofnun Gallerís Langbrókar árið 1978 sköpuðu nokkrar konur sem unnu með textíl sér vettvang til að koma verkum sínum á framfæri. Textílþrykkið seldist vel og var ýmist notað til að prýða veggi, í gluggatjöld, dúka, púða og rúmfatnað svo aðeins nokkur dæmi séu tekin. Gallerí Langbrók hætti rekstri sumarið 1985.

Lesa áfram

Sýningin Óvænt kynni- Innreið nútímans í íslenska hönnun í Hönnunarsafni Íslands verður framlengd til 5. janúar 2014.

Sýningin endurspeglar þann hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Á sýningunni eru munir úr safneign Hönnunarsafns Íslands og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 15. september kl. 14 verður dr. Arndís S. Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur með leiðsögn um sýninguna Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa áfram

ÓVÆNT KYNNI - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6. -13.10. 2013)

Á sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands er sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980. Meginuppistaða sýningarinnar er safnkostur safnsins en einnig er skyggnst inn í geymslur annarra safna og í heimahús þar sem óvænt kynni við hluti og sögur af hönnun komu oft á óvart. Slíkir fundir eiga erindi við samtímann.

Á sýningunni má líta bæði vel þekkta hönnunargripi, einkum húsgögn sem öðlast hafa sess með þjóðinni sem tímamótaverk, en einnig óvænta hluti sem greina má jafnt í verkum nafnlausra smiða sem og framsækinna húsgagna- og textílhönnuða á síðustu öld. Staldrað er við gripi sem varðað hafa veginn og minna jafnframt á að samtímahönnun bergmálar oft það sem á undan kom og að „margt kann öðru líkt að vera“.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - dr. Arndís S. Árnadóttir