Á sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands er sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980. Meginuppistaða sýningarinnar er safnkostur safnsins en einnig er skyggnst inn í geymslur annarra safna og í heimahús þar sem óvænt kynni við hluti og sögur af hönnun komu oft á óvart. Slíkir fundir eiga erindi við samtímann.