Hönnunarmiðstöð Íslands, Hönnunarsafn Íslands, Epal og Hús og Híbýli leita þess sem hæst ber í íslenskri hönnun að mati almennings.
Finnar eiga Alvar Aalto og Danir Arne Jacobsen en hvað er sígilt í íslenskri hönnun?
Hönnunin getur flokkast undir grafíska hönnun, vöruhönnun, iðnhönnun, skartgripahönnun, fatahönnun, textíl, keramik, glerlist, arkitektúr eða landslagshönnun. Hægt er að nefna nokkur atriði.
Takið þátt í valinu með því að benda á það sem hæst ber í íslenskri hönnun í athugasemdakerfinu hér að neðan, með tölvupósti til info at honnunarmidstod punktur is merkt ,,Íslensk hönnun” eða með pósti merkt Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 121 Reykjavík, Pósthólf 590.