Epal

Hönnunarmiðstöð Íslands, Hönnunarsafn Íslands, Epal og Hús og Híbýli leita þess sem hæst ber í íslenskri hönnun að mati almennings.
 
Finnar eiga Alvar Aalto og Danir Arne Jacobsen en hvað er sígilt í íslenskri hönnun?
Hönnunin getur flokkast undir grafíska hönnun, vöruhönnun, iðnhönnun, skartgripahönnun, fatahönnun, textíl, keramik, glerlist, arkitektúr eða landslagshönnun. Hægt er að nefna nokkur atriði.
Takið þátt í valinu með því að benda á það sem hæst ber í íslenskri hönnun í athugasemdakerfinu hér að neðan, með tölvupósti til info at honnunarmidstod punktur is merkt ,,Íslensk hönnun” eða með pósti merkt Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 121 Reykjavík, Pósthólf 590.

Lesa áfram

Sýningin Hlutirnir okkar var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fimmtudaginn 9. júní. Á sýningunni er fjölbreytt úrval af safngripum í eigu safnsins. Í tilefni af opnun sýningarinnar fékk safnið að gjöf verðlaunalampann Heklu frá 1962 eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson húsgagnahönnuði. Það voru Íslandsbanki og Epal sem færðu safninu þessa höfðinglegu gjöf.  Lampinn er hluti af sýningunni sem var opnuð í safninu. Halldóra Gyða Matthíasdóttir  útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ afhenti lampann  f.h. gefenda við þetta tækifæri og opnaði sýninguna formlega.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Epal