Á sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? er sjónum beint að fatnaði frú Vigdísar Finnbogadóttur, opinberrar persónu úr íslensku samfélagi. Vigdís var fimmtug þegar hún var fyrst kvenna kjörin leiðtogi af þjóð sinni í lýðræðislegum kosningum. Frá fyrsta degi, og í þau 16 ár sem hún gegndi embætti forseta Íslands, var hún eftirsóttur þjóðhöfðingi og fyrirmynd. Nærveru hennar og þátttöku var óskað við fjölbreytileg tækifæri, ekki aðeins hér heima heldur víða um heim.

2014-02-06T00:00:00 to 2015-02-22T00:00:00