Ertu tilbúin frú forseti?

Sýningin ERTU TILBÚIN FRÚ FORSETI fer til Akureyrar

Síðustu forvöð til að sjá sýninguna “Ertu tilbúin frú forseti?”

Boðið er upp á leiðsögn í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur starfsmanns safnins um sýninguna síðasta sýningardag, sunnudaginn 22. febrúar kl. 14:00

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar. 

 

Lesa áfram

Sunnudaginn 8. febrúar kl. 14 mun Vigdís Finnbogadóttir mun ganga um sýningu á fatnaði frá forsetatíð sinni í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Hér gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar á bak við tjöldin. Hvaða meðvituðu ákvarðanir tók Vigdís fyrir opinberar heimsóknir um fataval? Hvaða hefðir hefur hún skapað? Hvaða reglum þurfti hún að fara eftir?

Margt forvitnilegt mun koma fram á þessari leiðsögn, við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri til að njóta nærveru frú Vigdísar.

 

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

 

Síðasti sýningardagur er 22. febrúar.  Allir velkomnir!

Lesa áfram

Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

Date: 
sunnudagur, 8 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

Vigdís Finnbogadóttir mun ganga um sýningu á fatnaði frá forsetatíð sinni í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Hér gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar á bak við tjöldin. Hvaða meðvituðu ákvarðanir tók Vigdís fyrir opinberar heimsóknir um fataval? Hvaða hefðir hefur hún skapað? Hvaða reglum þurfti hún að fara eftir?

Margt forvitnilegt mun koma fram á þessari leiðsögn, við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri til að njóta nærveru frú Vigdísar.

 

Íslenska
Lesa áfram

Þann 6. febrúar næstkomandi verður Safnanótt haldin hátíðleg og stendur hún frá kl.19:00 - 24:00. Hönnunarsafnið tekur þátt að vanda og verður opnun á nýrri sýningu einn af viðburðunum sem boðið er upp á.

Dagskrá safnsins er sem hér segir:

19:00 - 24:00 Opnun á nýrri sýningu, Un peu plus - teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

20:00- 20:30 - Leiðsagnir um sýningar safnsins

  • Ertu tilbúin frú forseti?  
  • Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

 

22:00 - 22:30 - Leiðsagnir um sýningar safnins

  • Ertu tilbúin frú forseti?
  • Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

 

Lesa áfram

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Sýningunni lýkur 22. febrúar.

 

Lesa áfram

Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

Date: 
sunnudagur, 1 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

SÝNINGARLOK NÁLGAST. Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Íslenska
Lesa áfram

Leiðsagnir í febrúar um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Hádegisleiðsögn á föstudegi

Date: 
föstudagur, 5 desember, 2014 - 12:15 - 12:45
Hádegisleiðsögn á föstudegi

Í desember verður boðið upp á leiðsagnir í hádeginu um sýningun Ertu tilbúin frú forseti?

Hver leiðsögn fjallar um afmarkað efni tengt sýningunni. Lögð verður áhersla á umræður um viðfangsefnin hverju sinni.

Í fyrstu leiðsögninni verður lögð áhersla á orðið í fötunum. Hvað er það sem við tjáum með fatnaði? Er til einkennisbúningur þjóðhöfðingja, hvað með aðra starfsvettvanga? Getur fatnaður verið pólitískur?

Kíkið við kl. 12:15 næstkomandi föstudag.

Íslenska
Lesa áfram

Sýningin Ertu tilbúin frú forseti? þar sem sýndur er fatnaður og fylgihlutir frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands, hefur verið framlengd fram yfir næstu áramót. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda og mikil aukning verið á því að vinnustaða- eða vinahópar taki sig saman og panti sérleiðsögn. Skólaheimsóknir eru mikilvægur hluti fræðslustarfsins og börn frá leikskólaaldri og upp úr hafa fengið sérsniðnar leiðsagnir þar sem saga Vigdísar er sögð og farið yfir hefðir og reglur er tengjast klæðaburði með skemmtilegu ívafi.

Síðar í haust verður boðið upp á fyrirlestra og leiðsagnir sérfræðinga og verður það auglýst sérstaklega á heimasíðu safnsins. Einnig er hægt er að skrá sig á póstlista sem liggur í afgreiðslu safnsins eða „líka“ við Facebook safnsins þar sem allir viðburðir eru auglýstir.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Ertu tilbúin frú forseti?