Stefán Bogi Stefánsson gullsmiður verður með leiðsögn í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 25. janúar kl. 15. sem er jafnframt síðasti sýningardagur PRÝÐI, sýningu sem sett var upp í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Á sýningunni er silfur-teketill sem Stefán Bogi smíðaði sérstaklega fyrir sýninguna og mun hann segja frá smíðinni í máli og myndum.