fatahönnun

Laugardaginn 27. janúar verður Doppelganger með smástundarmarkað frá kl. 12:00 - 17:00 í safnbúð Hönnunarsafnsins.

Doppelganger fatalínan er samvinnuverkefni hönnuðanna Guðrúnar Lárusdóttur og Rögnu Fróða. Hugmyndafræðin á bakvið prjónalínuna er unnin út frá fagurfæðilegu og vistvænu sjónarmiði. Leitast er eftir því að gera skemmtilega, tímalausa vöru úr umhverfisvænu hráefni ull og silki. Listin að halda á sér hita tekin á efsta stig.

Lesa áfram

Sýnishorn úr safneign

Eitt af meginmarkmiðum Hönnunarsafnsins er að safna hönnunargripum og varðveita þá sem marktækan vitnisburð um íslenska hönnunar- og listhandverkssögu. Rannsóknir eru skammt á veg komnar á flestum sviðum hönnunar á Íslandi.

Söfnun muna miðast við tímabilið 1900 til samtíma.

Safneignin í dag samanstendur af rúmlega 1200 gripum en á langt í land með að endurspegla á heildrænan hátt hönnunarsögu ákveðins tímabils, stílsögu þess eða einn flokk hönnunar umfram annan.

HVERJU ER SAFNAÐ?

2010-05-27T00:00:00 to 2010-10-05T00:00:00
Lesa áfram

Á gráu svæði

Hrafnhildur Arnardóttir eða Shoplifter hefur skapað sér mikla sérstöðu innan listheimsins með notkun á hári í verkum sínum. Nú nýverið hlaut Hrafnhildur mikilvæga viðurkenningu þegar hún var var valin fulltrúi hinna virtu norrænu textílverðlauna sem verða afhent síðar á þessu ári. Hárið í verkum Hrafnhildar gegnir ekki aðeins hlutverki uppistöðu heldur er táknheimur og merkingarbærni þess ríkur hluti af myndsköpun Hrafnhildar. Almennt séð er hárið hluti af sjálfsmynd mannsins, glæsileika hans og hégóma en það getur einnig vakið ónotakennd og er nánast órjúfanlegur hluti þess að skapa ógeðfelldar persónur og mystík og ná fram myndheimi myrkra afla.

2011-03-23T00:00:00 to 2011-05-29T00:00:00
Lesa áfram

Karl Aspelund, lektor við University of Rhode Island, heldur fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands sunnudagskvöldið 11. maí kl. 20.

Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við yfirstandandi sýningu safnsins á fatnaði fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Í kynningu á fyrirlestrinum segir:

"Á hátískuöldinni, sem entist frá því um 1860 til rúmlega 1970, þróuðust siðareglur og venjur í opinberum athöfnum sem hluti af ímyndarsköpun vestrænna borgarastétta. Um leið mótaðist fatahönnun sem fag og hátískuímyndir urðu hluti af þjóðfélagslegu kerfi.

Lesa áfram

Sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? hefur verið afar vel tekið af gestum safnsins og var fjölmenni á þeim tveimur leiðsögnum sem haldnar voru á Safnanótt. Við bjóðum nú upp á stuttar hádegisleiðsagnir á föstudögum út febrúar, fram að HönnunarMars. Leiðsagnirnar hefjast kl.12:10 og eru hálftíma langar.

Á sýningunni er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Lesa áfram

Föstudaginn 7. febrúar verður safnanótt haldin hátíðleg. "Nóttin" hefst kl.19:00 og stendur til 24:00. Á safnanótt er opið fram á nótt á söfnum og boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði. Í Hönnunarsafninu verður opnuð sýningin Ertu tilbúin frú forseti? og boðið upp á tvær leiðsagnir, kl. 20:00 og 22:00. Þetta sama kvöld kemur út bók um fatnað Vigdísar sem verður til sölu í safninu.

Á sýningu Hönnunarsafns Íslands, Ertu tilbúin frú forseti? er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var þjóðhöfðingi á lýðræðislegan hátt af þjóð sinni.

Lesa áfram

Ertu tilbúin, frú forseti?

Á sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? er sjónum beint að fatnaði frú Vigdísar Finnbogadóttur, opinberrar persónu úr íslensku samfélagi. Vigdís var fimmtug þegar hún var fyrst kvenna kjörin leiðtogi af þjóð sinni í lýðræðislegum kosningum. Frá fyrsta degi, og í þau 16 ár sem hún gegndi embætti forseta Íslands, var hún eftirsóttur þjóðhöfðingi og fyrirmynd. Nærveru hennar og þátttöku var óskað við fjölbreytileg tækifæri, ekki aðeins hér heima heldur víða um heim.

2014-02-06T00:00:00 to 2015-02-22T00:00:00
Lesa áfram
Subscribe to RSS - fatahönnun