Fingramál

Á Hvítasunnudag, þann 27. maí er síðasti sýningardagur sýninganna Fingramáls og Sjálfsagðra hluta. Þann dag kl. 14 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýningarnar.
Sýningin Fingramál  er sýning á verkum fimm hönnuða og eins listamanns sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar vinna þeirra er tilbúin til framleiðslu og á markað en á sýningunni eru aftur á móti verk sem bera með sér fullt listrænt frelsi. Hönnuðir og listamenn sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki og Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.
Sýningarstjóri er Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.

Lesa áfram

Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og sýningarstjóri sýningarinnar, gengur með hönnuðum og skoðar verk þeirra.  Á sýningunni eru verk unnin með prjóni en hönnuðirnir voru sérstaklega beðnir um að færa vinnu sína fyrir sýninguna út fyrir þann bundna ramma sem markaður, tíska, framleiðsluþættir og kostnaður setur þeim almennt í þeirra vinnu. Hér er því um fantasíur margra okkar þekktustu hönnuða að ræða. Rætt verður um það í hverju höfundareinkenni þeirra felast og hvernig hönnuðirnir nálgast prjón og hefðbundnar aðferðir í vöruþróun sinni, með það í huga að skapa eitthvað nýtt og umbylta viðteknum venjum.

Verið velkomin.

Fimmtudagur 3. maí 2012, kl. 12:15

Ókeypis aðgangur

Lesa áfram

Sýningin Fingramál er sýning á verkum sex íslenskra hönnuða sem allir eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Sýningin verður opnuð formlega í safninu þann 21. mars kl. 17.

Verkin á sýningunni eru unnin innan ákveðins ramma en þau bera það með sér að hönnuðurnir hafa fullt listrænt frelsi til að tjá sig með hugmyndaflugi sínu. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar hönnun er komin á lokastig en hér er staðnæmst áður en ytri aðstæður, eins og markaður og tíska taka í taumana.

Hönnuðir sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki, Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.

Sýningin Fingramál er framlag Hönnunarsafnins á HönnunarMars 2012 og stendur til 20. maí næstkomandi. Nánar um sýninguna

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Fingramál