Efnisval er mikilvægur þáttur í allri hönnun og sköpun. Oft eru það eiginleikar efnisins sem veita hönnuðum innblástur en efnið getur einnig verið sá þáttur sem hamlar og takmarkar þróun og vinnu. Sýningin Úr hafi til hönnunar sýnir okkur hráefni sem íslenskir og erlendir hönnuðir og listhandverksfólk hafa farið að nota í nokkuð ríkum mæli á síðustu árum. Roðið, eða fiskleðrið eins og farið er að kalla roðið þegar búið er að súta það, er feiknarsterkt. Það er þunnt og þjált og hægt að lita í ótal afbrigðum og velja á það ólíkar áferðir.

2010-05-27T00:00:00 to 2010-09-05T00:00:00