Fyrirlestur

Laugardaginn 12. nóvember ætlar Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur safnsins að vera með erindi um safngeymslu þess. Safnið geymir um 5000 hönnunargripi í dag, sem eru varðveittir í varðveislurými þess. Hvaða hlutir eru þetta? Af hverju er verið að varðveita þá? Hvaða sögur leynast í safngeymslunni? Þessar og fleiri vangaveltur verða ræddar á laugardaginn.

 

Lesa áfram

Lesa áfram
Marcos Zotes, einn af eigendum arkitektastofunnar Basalt, segir frá sambandinu á milli samfélagslegs, náttúrulegs og tilbúins umhverfis með útgangspunkti í verkum Basalts.
Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku.
Aðgangseyrir að safninu gildir.

 

Lesa áfram

Þriðjudaginn 29. mars kl. 17:30 halda Unnur Valdís Kristjánsdóttir og Omer Shenar fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands.

Unnur er hönnuður Flothettunnar, vatnsmeðferðaraðili og jógakennari. Omer, sem er fæddur í Ísrael er sérfræðingur í vatnsmeðferðum. Þau munu fjalla um sögu vatnsmeðferða og af hverju vatnið hentar vel fyrir endurhæfingu og næringu líkama og anda. Þau munu fjalla um samstarf sitt og hvernig ástríðan fyrir vatninu fékk þau til að tengjast og skapa vandaða vatnsmeðferð, Flotþerapíu.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og ensku.
Aðgangseyrir að safninu gildir.
 

Lesa áfram

Þriðjudaginn 22. mars nk.kl. 17:30 munu þær Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir arkitektar miðla ferlinu við skráningu á teikningum Högnu Sigurðardóttur arkitekts (1929-2017). Skráningin fór fram í opnu rannsóknarými Hönnunarsafns Íslands. Meðal þess sem kom í ljós var fjöldi teikninga af óbyggðum byggingum.

Ath að sætapláss er takmarkað, hægt er að kaupa miða hér.

 

Lesa áfram

Pétur H. Ármannsson flytur fyrirlestur um hús Högnu Sigurðardóttur arkitekts á Íslandi sunnudaginn 6. mars kl. 16. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við skráningu á verkum Högnu sem staðið hefur yfir síðustu þrjá mánuði í opnu rannsóknarými safnsins.

Pétur hafði milligöngu um það að fjölskylda Högnu færði Hönnunarsafni Íslands teikningarnar að gjöf.

Best er að tryggja sér miða hér á tix.is þar sem sætaframboð er takmarkað. Aðgangur 1000 kr..
 

Lesa áfram

Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt heldur fyrirlesturinn Rútstún-sundlaugar og almenningsgarður í Kópavogi - Hönnun Högnu Sigurðadóttur þriðjudaginn 8. mars kl. 17:30.
Ath. að kaupa miða á viðburðinn á tix.is þar sem sætafjöldi er takmarkaður: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/12765/

Lesa áfram

Sunnudaginn 14. nóvember kl. 13 mun Kristín Þorkelsdóttir halda fyrirlestur um hönnun íslensku peningaseðlanna sem hún vann að ásamt hönnuðinum Stephen Fairbairn.
Að baki þessari vinnu liggja rannsóknir, pælingar og oft skemmtilegar sögur.
Frítt er inn á viðburðinn

Lesa áfram

Í tilefni af útgáfu bókar um hönnunarferil og verk Kristínar Þorkelsdóttur verður fagnað í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 31. október kl. 13-15 þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Kristínar. Bókin verður á tilboðsverði.

Fáir hér á landi hafa skilað af sér jafn mörgum þekktum verkum sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu og Kristín, auk þess sem hún stofnaði og rak eina mikilsvirtustu auglýsingastofu landsins um árabil.

Fyrirlestur um inntak bókarinnar og hönnunarferil Kristínar hefst kl. 13.
Sýningarstjórar, höfundar og hönnuðir bókarinnar, Bryndís Björgvinsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson, flytja fyrirlesturinn.

Lesa áfram

Í tengslum við vinnustofuna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI, íslensk myndmálssaga, mun Guðmundur Oddur Magnússon halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Art Nouveau og Art Deco.

Fyrirlesturinn fer fram í vinnustofu Godds í Hönnunarsafni Íslands, 7. júní kl. 13.00.

Gestafjöldi verðu takmarkaður við 30 manns.
2m. reglan er valkvæð fyrir þá sem þess óska.

Gestir þurfa að kaupa miða fyrirfram með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Fyrirlestur