Fyrirlestur

Sunnudaginn 14. nóvember kl. 13 mun Kristín Þorkelsdóttir halda fyrirlestur um hönnun íslensku peningaseðlanna sem hún vann að ásamt hönnuðinum Stephen Fairbairn.
Að baki þessari vinnu liggja rannsóknir, pælingar og oft skemmtilegar sögur.
Frítt er inn á viðburðinn

Lesa áfram

Í tilefni af útgáfu bókar um hönnunarferil og verk Kristínar Þorkelsdóttur verður fagnað í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 31. október kl. 13-15 þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Kristínar. Bókin verður á tilboðsverði.

Fáir hér á landi hafa skilað af sér jafn mörgum þekktum verkum sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu og Kristín, auk þess sem hún stofnaði og rak eina mikilsvirtustu auglýsingastofu landsins um árabil.

Fyrirlestur um inntak bókarinnar og hönnunarferil Kristínar hefst kl. 13.
Sýningarstjórar, höfundar og hönnuðir bókarinnar, Bryndís Björgvinsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson, flytja fyrirlesturinn.

Lesa áfram

Í tengslum við vinnustofuna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI, íslensk myndmálssaga, mun Guðmundur Oddur Magnússon halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Art Nouveau og Art Deco.

Fyrirlesturinn fer fram í vinnustofu Godds í Hönnunarsafni Íslands, 7. júní kl. 13.00.

Gestafjöldi verðu takmarkaður við 30 manns.
2m. reglan er valkvæð fyrir þá sem þess óska.

Gestir þurfa að kaupa miða fyrirfram með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Lesa áfram

Kynning á rannsóknarskýrslu um íslensku lopapeysuna.

Date: 
fimmtudagur, 30 apríl, 2015 - 17:00 - 18:00
Kynning á rannsóknarskýrslu um íslensku lopapeysuna.

Ásdís Jóelsdóttir lektor kynnir helstu niðurstöður rannsóknar sinnar um uppruna íslensku lopapeysunnar í húsakynnum Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg 1 í Garðabæ fimmtudaginn 30. aprílkl. 17:00

Haustið 2014 hófst rannsókn á uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar en verkefnið var samstarfsverkefni þriggja safna; Gljúfrasteins – húss skáldsins, Hönnunarsafns Íslands og Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Íslenska
Lesa áfram

Næstkomandi fimmtudag, þann 20. nóvember kl. 20 mun dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum flytja fyrirlestur um gull í náttúrunni.

Þar mun hann meðal annars rekja sögu gullleitar á Íslandi og hvað það er í íslenskri náttúru sem leiðir til að gullútfellingar myndast.

Einnig mun hann fjalla um hvaða aðferðum gullleitarmenn beita til að ná sem bestum árangri, hvernig mat á vænlegum svæðum er gert og hvernig gullið er unnið úr berginu.

Er von til þess að íslenskir gullsmiðir geti notað íslenskt gull í framtíðinni?

 

Kíkið við á fimmtudagskvöldið og fræðist um áhugavert efni!

Lesa áfram

Leit að gulli á Íslandi. Fyrirlestur dr. Hjalta Franzsonar.

Date: 
fimmtudagur, 20 nóvember, 2014 - 20:00 - 21:30
Leit að gulli á Íslandi. Fyrirlestur dr. Hjalta Franzsonar.

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20 mun dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum flytja fyrirlestur um gull í náttúrunni.

Þar mun hann meðal annars rekja sögu gullleitar á Íslandi og hvað það er í íslenskri náttúru sem leiðir til að gullútfellingar myndast.

Einnig mun hann fjalla um hvaða aðferðum gullleitarmenn beita til að ná sem bestum árangri, hvernig mat á vænlegum svæðum er gert og hvernig gullið er unnið úr berginu.

Er von til þess að íslenskir gullsmiðir geti notað íslenskt gull í framtíðinni?

 

Íslenska
Lesa áfram

Karl Aspelund, lektor við University of Rhode Island, heldur fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands sunnudagskvöldið 11. maí kl. 20.

Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við yfirstandandi sýningu safnsins á fatnaði fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur.

Í kynningu á fyrirlestrinum segir:

"Á hátískuöldinni, sem entist frá því um 1860 til rúmlega 1970, þróuðust siðareglur og venjur í opinberum athöfnum sem hluti af ímyndarsköpun vestrænna borgarastétta. Um leið mótaðist fatahönnun sem fag og hátískuímyndir urðu hluti af þjóðfélagslegu kerfi.

Lesa áfram

Þann 26. nóvember næstkomandi frá kl. 14.00 – 17.00 mun Clara Åhlvik sýningarstjóri frá Röhsska safninu í Gautaborg halda fyrirlestur og stýra smiðju um „Vonda hönnun“ í Hönnunarsafni Íslands.

Smiðjan varð til í tengslum við sýningu sem Clara stýrði sem nefndist Ond design. Megintilgangur sýningarinnar var að velta upp spurningum um hönnun og tilgang hennar í breiðara félagslegu samhengi heldur en áður hafði verið gert hjá Röhsska. Safnið hélt nokkrar smiðjur í tengslum við sýninguna þar sem fólk úr ýmsum áttum kom saman og ræddi málefni illrar hönnunar út frá ýmsum vinklum. Smiðjurnar og umræðurnar sem mynduðust heppnuðust svo vel að ákveðið var að bjóða fleirum til borðsins.

Lesa áfram

Norski skatrgripahönnuðurinn Sigurd Bronger mun halda fyrirlestur um verk sín í Norræna húsinu, miðvikudaginn 13. mars kl. 12.

Sigurd Bronger er núverandi handhafi Söderberg hönnunarverðlaunanna. Gripirnir hans leiða okkur inn í vélrænt landslag ævintýra, skreytt strákslegum/ungæðislegum draumum með rómantískum og glaðlegum hrekkjum. Sigurd Bronger færir okkur aftur til tjáningarmáta hönnunar frá upphafsárum iðnvæðingarinnar og uppfinningar endurreisnarinnar, eða að útópískri draumsýn um framtíðina. Líðandi stund verður að hráefni ásamt eðalmálmum, demöntum og viðar, allt er vandlega valið og þróað í löngu og nákvæmu ferli.

Skartgripir Brongers eru hafnir yfir kyngervi, þó að úrvinnslan sé karllæg með ýmsum búnaði, nákvæmni verkfræðinnar og undursamlegum handunnum umbúðum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 27. janúar 2013, kl. 14, flytur Gísli B. Björnsson fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ um merki. Þar mun hann leitast við að svara spurningum um hvað einkenni góð merki og að hverju hönnuðir þurfi að huga, við hönnun merkja. Nokkur merki verða skoðuð og farið yfir hvernig hefur tekist til við hönnun þeirra.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Fyrirlestur