Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir þjóðfræðingur flytur erindið Heimilið er hægfara atburður í Hönnunarsafninu, sunnudaginn 19. mars klukkan 13. Aðgangur á fyrirlesturinn og sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili er ókeypis.
Viðfangsefni fyrirlestursins eru heimilishættir og efnismenning samtímans. Í erindinu er heimilið skoðað frá þjóðfræðilegu sjónarhorni, í heildrænu samhengi og sem samtvinnað ferli ólíkra áþreifanlegra og óáþreifanlegra þátta. Snert verður á fagurfræði hversdagsins, skynhrifum og heimilislegu andrúmslofti, ásamt hinni stöðugu baráttu við óreiðuna sem á sér stað innan veggja heimilisins frá degi til dags.