Gísli B.- Fimm áratugir í grafískri hönnun

Gísli B. Björnsson kom við á skrifstofum safnsins fyrr í þessari viku og fór í gegnum bækur, frumteikningar af merkjahönnun, auglýsingaefni og aðra hönnun sem hann hefur gefið safninu. Gjöf Gísla er afar rausnarleg og gefur góða mynd af því mikla starfi sem hann hefur unnið í grafískri hönnun á Íslandi.

Gjöfin mun, ásamt því að vera yfirlit yfir feril Gísla einnig varpa ljósi á sögu grafískrar hönnunar á Íslandi þar sem Gísli kom að miklu leyti að uppbyggingu náms í grafískri hönnun hér á landi.

Á myndinni er Gísli ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur starfsmanni safnsins.

 

 

 

 

 

Lesa áfram

Sunnudaginn 3. mars lýkur yfirlitssýningu safnsins á verkum Gísla B. Björnssonar.
Þann dag kl. 14 munu Gísli og Harpa Þórsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna og spjalla um feril Gísla og grafíska hönnun á Íslandi.

Lesa áfram

Sunnudaginn 27. janúar 2013, kl. 14, flytur Gísli B. Björnsson fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ um merki. Þar mun hann leitast við að svara spurningum um hvað einkenni góð merki og að hverju hönnuðir þurfi að huga, við hönnun merkja. Nokkur merki verða skoðuð og farið yfir hvernig hefur tekist til við hönnun þeirra.

Lesa áfram

Þann 25. janúar 2013 standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu þar sem viðfangsefnið verður skapandi bókverk og einfalt bókband.
Fyrirlesari og kennari verður Sigurborg Stefánsdóttir grafískur hönnuður og forsprakki ,,Arkanna”, félagsskapar sem staðið hefur fyrir spennandi bókverkasýningum hér heima og erlendis. Sigurborg hefur einnig starfað sem kennari m.a. við Myndlista- og handíðaskólann / Listaháskólann og kennt grafíska hönnun og bókagerð.

Námsstefnan er haldin í tengslum við sýningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Gísla B. Björnssonar. FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN. Á langri starfsævi hefur Gísli hannað margar bókakápur, forsíður tímarita og þekkt merki fyrirtækja, t.d. merki Sjónvarpsins og Hjartaverndar.

Lesa áfram

Þann 25. janúar 2013 standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu þar sem viðfangsefnið verður skapandi bókverk og einfalt bókband.
Fyrirlesari og kennari verður Sigurborg Stefánsdóttir grafískur hönnuður og forsprakki ,,Arkanna”, félagsskapar sem staðið hefur fyrir spennandi bókverkasýningum hér heima og erlendis. Sigurborg hefur einnig starfað sem kennari m.a. við Myndlista- og handíðaskólann / Listaháskólann og kennt grafíska hönnun og bókagerð.

Námsstefnan er haldin í tengslum við sýningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Gísla B. Björnssonar. FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN. Á langri starfsævi hefur Gísli hannað margar bókakápur, forsíður tímarita og þekkt merki fyrirtækja, t.d. merki Sjónvarpsins og Hjartaverndar.

Lesa áfram

Í Hönnunarsafni Íslands stendur yfir sýningin FIMM  ÁRATUGIR  Í  GRAFÍSKRI HÖNNUN.
Þar má sjá verk grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar.  Á langri starfsævi hefur hann hannað mörg þekkt merki fyrirtækja, t.d. merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar.

Tvær leiðsagnir eru framundan:

Hádegisleiðsögn. Föstudaginn 7. des. kl. 12.
Árdís Olgeirsdóttir fræðslufulltrúi sér um leiðsögn.

Almenn leiðsögn. Sunnudaginn 9. des. kl. 14.
Harpa Þórsdóttir forstöðumaður sér um leiðsögn.

Lesa áfram

Þóra Sigurbjörnsdóttir verður með leiðsögn sniðna að fjölskyldum næstkomandi sunnudag kl. 14.00.
Gengið verður um sýninguna „Fimm áratugir í grafískri hönnun“. Þóra mun skoða sérstaklega tákn og grunnform í hönnun Gísla B.Björnssonar en á sýningunni má sjá bókakápur, forsíður tímarita og þekkt merki fyrirtækja og félagasamtaka.
 
Að lokinni leiðsögn geta fjölskyldur tekið þátt í skemmtilegri listasmiðju og hannað sitt eigið merki.

Leiðsögnin tekur um 20 mín og listasmiðjan verður opin þar á eftir. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á vefsíðu safnsins,
www.honnunarsafn.is og á fésbókinni.

Lesa áfram

Á sunnudaginn kl. 14 mun Ármann Agnarsson sýningarstjóri ganga með Gísla B. Björnssyni um sýninguna á verkum hans. 

Gestum gefst kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik um grafíska hönnun á Íslandi og feril Gísla, en hann er einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld.

Gísli hefur m.a. hannað  fjölda bókakápa og mörg þekkt merki fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana í samvinnu við samstarfsfólk sitt. T.d.  merki Sjónvarpsins, merki Norræna félagsins og merki Hjartaverndar.

Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ.

 

Nánari upplýsingar um fræðsludagskrá og sýninguna á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is.

Verið velkomin!

Lesa áfram

GÍSLI B. – FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN
Yfirlitssýning í Hönnunarsafni Íslands (25.10.2012-3.3.2013)

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Gísli B.- Fimm áratugir í grafískri hönnun