Gísli B. Björnsson kom við á skrifstofum safnsins fyrr í þessari viku og fór í gegnum bækur, frumteikningar af merkjahönnun, auglýsingaefni og aðra hönnun sem hann hefur gefið safninu. Gjöf Gísla er afar rausnarleg og gefur góða mynd af því mikla starfi sem hann hefur unnið í grafískri hönnun á Íslandi.
Gjöfin mun, ásamt því að vera yfirlit yfir feril Gísla einnig varpa ljósi á sögu grafískrar hönnunar á Íslandi þar sem Gísli kom að miklu leyti að uppbyggingu náms í grafískri hönnun hér á landi.
Á myndinni er Gísli ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur starfsmanni safnsins.