Geymilegir hlutir

Safnanótt er haldin hátíðleg föstudaginn 3. febrúar frá 18:00 - 23:00.

Við bjóðum alla velkomna til okkar, aðgangur er ókeypis og það er tilvalið að gefa sér góða stund til að skoða. Tvær sýningar eru í sölum safnsins, annars vegar sýningin ,,Geymilegir hlutir" á munum úr safneign safnsins þar sem áhersla er lögð á að segja frá uppbyggingu safnkosts þessa unga safns og um leið hvernig verið er að rannsaka íslenska hönnunarsögu. Hin sýningin er „Á pappír“ þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum.

Verkin gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.

 

Dagskrá Safnanætur er eftirfarandi:

 

Lesa áfram

Íslensk hönnunarsaga - leiðsögn um sýningar

Date: 
sunnudagur, 22 janúar, 2017 - 14:00 - 15:00
Íslensk hönnunarsaga - leiðsögn um sýningar

Sunnudaginn 22. janúar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins bjóða upp á leiðsögn um sýningar Hönnunarsafnsins. Leiðsögnin hefst á sýningunni Á pappír þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum.

Íslenska
Lesa áfram

Sunnudaginn 22. janúar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins bjóða upp á leiðsögn um sýningar Hönnunarsafnsins. Leiðsögnin hefst á sýningunni Á pappír þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum.

Verkin gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda og mun Harpa meðal annars segja frá verkum Lothar Grund sem hannaði ýmsa innviði og markaðsefni fyrir Hótel Sögu fyrir opnun þess árið 1962. Þeir sem eiga verk á sýningunni auk Lothars eru Kristín Þorkelsdóttir, Sverrir Haraldsson, Stefán Jónsson, Jón Kristinsson (Jóndi) og Jónas Sólmundsson.

Lesa áfram

Laugardaginn 3. desember verða ljósin tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Asker á Garðatorgi og líkt og fyrri ár verður ókeypis aðgangur í Hönnunarsafnið þennan dag frá kl. 12-17. Það er því tilvalið fyrir fjölskylduna að líta inn í safnið og skoða sýningarnar Geymilegir hlutir og Á pappír sem var opnuð fyrir nokkrum dögum. Í safninu er barnahorn inn af afgreiðslunni á jarðhæð sem börn kunna vel að meta, lítið hús með eldhúsi þar sem margt má bralla og brasa. Uppi við sýningarrými safnsins er einnig aðstaða fyrir börn og fullorðna þar sem hægt er að lita myndir, teikna og svara spurningum um þá gripi sem eru á sýningum safnsins.

Verið hjartanlega velkomin!

Smellið hér til að skoða dagskrána á torginu þennan eftirmiðdag.

Lesa áfram

Safnið á röngunni er sýning á starfinu sem fer fram á bak við tjöldin. Þar fer fram ljósmyndum á munum, skráningarvinna og umpökkun á safnmunum í sýrufríar umbúðir. Þetta starf fer venjulega fram á bak við tjöldin en í sumar gerum við það sýnilegt.

Við bjóðum gestum og gangandi að koma inn fyrir, forvitnast og fá svör við spurningum eða nánari útskýringar á þessum hluta safnastarfsins.

Safnið er opið frá 12.00 - 17.00 alla daga nema á mánudögum.

Verið velkomin!

Lesa áfram

Safnið er opið sem hér segir yfir páskahátíðina:

OPIÐ: Skírdag og laugardag fyrir páska.

LOKAÐ: Föstudaginn langa, páskadag og annan dag páska.

Verið velkomin, gleðilega páska!

Lesa áfram

Leiðsagnir um sýningar okkar er frábær leið til að kynnast hönnunarsögunni. Í hádeginu í dag er leiðsögn um safnmunasýninguna Geymilegir hlutir. Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur hjá safninu mun leiða gesti í allan sannleika um safnmuni og þá starfsemi sem af þeim hlýst. Leiðsagnir í hádeginu eru stuttar og hnitmiðaðar, góð byrjun á góðu hádegi. Verið velkomin!

Lesa áfram

Sunnudaginn 25. október kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur sem hefur umsjón með safneign Hönnunarsafnsins með leiðsögn um sýninguna Geymilegir hlutir og kynnir verkefnið Safnið á röngunni í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa áfram

Við bjóðum upp á glænýja sýningu með völdum munum úr safnkosti safnsins. Á 17. júní er ókeypis aðgangur í safnið og opið frá 12-17. Við hvetjum alla til að nýta daginn og gera sér ferð í safnið og skoða úrvalsmuni úr safneigninni sem varpa ágætu ljósi á þá breidd sem einkennir söfnunarsvið Hönnunarsafnsins. Á sýningunni má skoða módel af byggingu Högnu Sigurðardóttur að Bakkaflöt 1 í Garðabæ, en einnig Appollo stól Gunnars Magnússonar og fatnað íslenskra tískuhönnuða og listamanna. Nokkrir lampar eru til sýnis, meðal annars Heklulampi þeirra Péturs B. Lútherssonar og Jóns Ólafssonar en Heklulampinn var framleiddur í mörg ár í Danmörku og seldur víða. Meirihluti safneignar safnsins eru gjafir og á sýningunni geta gestir lesið sér til gagns og fróðleiks ýmsa texta um það af hverju ákveðnum hlutum er safnað.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Geymilegir hlutir