Safnanótt er haldin hátíðleg föstudaginn 3. febrúar frá 18:00 - 23:00.
Við bjóðum alla velkomna til okkar, aðgangur er ókeypis og það er tilvalið að gefa sér góða stund til að skoða. Tvær sýningar eru í sölum safnsins, annars vegar sýningin ,,Geymilegir hlutir" á munum úr safneign safnsins þar sem áhersla er lögð á að segja frá uppbyggingu safnkosts þessa unga safns og um leið hvernig verið er að rannsaka íslenska hönnunarsögu. Hin sýningin er „Á pappír“ þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum.
Verkin gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.
Dagskrá Safnanætur er eftirfarandi: