Glit

Á dögunum færði Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt Hönnunarsafninu forláta kaffistell úr smiðju Dieter Roth frá árinu 1960 er hann vann með Ragnari Kjartanssyni í Glit á Óðinsgötunni. Gamla Glit, eins og sagt er um þennan tíma hjá Glit, laðaði að sér unga listamenn sem störfuðu við að renna og skreyta leirmuni undir styrkri handleiðslu Ragnars, sem sá um listræna stjórnun fyrirtækisins. Dieter vann ekki lengi hjá Glit en þau verk sem hann vann eru eftirsótt á markaði enda mikil listaverk eins og kaffistellið í eigu safnsins ber vott um, það samanstendur af 7 bollum og undirskálum auk annarra fylgihluta.

Á myndinni er Þóra Sigurbjörnsdóttir frá Hönnunarsafninu ásamt gefandanum, Auði Sveinsdóttur.

 

Lesa áfram

Innlit í Glit

Hönnunarsafn Íslands opnar sýningu á Safnanótt á völdum munum frá árunum 1958 til 1973 úr sögu Leirbrennslunnar Glit hf. Á sýningunni er lögð áhersla á þá staðreynd að þrátt fyrir flókna sögu Glit á löngum starfstíma, voru menn fyrsta rúma áratuginn einbeittir í því að nota íslenskan leir og íslensk jarðefni, sérstaklega hraunið, í framleiðsluna.

2013-02-08T00:00:00 to 2013-05-26T00:00:00
Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands opnar sýningu á Safnanótt á völdum munum frá árunum 1958 til 1973 úr sögu Leirbrennslunnar Glits hf. Á sýningunni er lögð áhersla á þá staðreynd að þrátt fyrir flókna sögu Glits á löngum starfstíma, voru menn fyrsta rúma áratuginn einbeittir í því að nota íslenskan leir og íslensk jarðefni, sérstaklega hraunið, í framleiðsluna.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands leitar til almennings að leirmunum frá Glit vegna fyrirhugaðrar sýningar á næsta ári. Glit var stofnað árið 1958 af þeim Einari Elíassyni verslunarmanni, Ragnari Kjartanssyni leirlistamanni og myndhöggvara og Pétri Sæmundsen bankastjóra. Verkstæði Glit var  í bakhúsi á Óðinsgötu í Reykjavík en flutti árið 1967 á Höfðabakka.
Safnið leggur mikla áherslu á að fá upplýsingar um góða Glitmuni og óskar eftir að eigendur þeirra hafi samband við safnið. Fjölskyldur stofnenda Glits vinna að sýningunni í samstarfi við safnið. Árið 2003 var haldin sýning í Listasafni ASÍ með keramiki frá Glit með verkum Ragnars Kjartanssonar og samstarfsmanna hans, það sem þá var sýnt er á skrá sem komin er í hendur Hönnunarsafnsins.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Glit