Grafísk hönnun

Svona geri ég - Hjalti Karlsson

Sýning á verkum grafíska hönnuðarins Hjalta Karlssonar. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderbergverðlaunin í nóvember á síðasta ári við hátíðlega athöfn í Gautaborg. Söderbergverðlaunin njóta mikillar virðingar og eru stærstu verðlaunin sem veitt eru norrænum hönnuði á hverju ári, að upphæð 1 milljón sænskra króna.

2014-06-14T00:00:00 to 2014-10-05T00:00:00
Lesa áfram

Sýnishorn úr safneign

Eitt af meginmarkmiðum Hönnunarsafnsins er að safna hönnunargripum og varðveita þá sem marktækan vitnisburð um íslenska hönnunar- og listhandverkssögu. Rannsóknir eru skammt á veg komnar á flestum sviðum hönnunar á Íslandi.

Söfnun muna miðast við tímabilið 1900 til samtíma.

Safneignin í dag samanstendur af rúmlega 1200 gripum en á langt í land með að endurspegla á heildrænan hátt hönnunarsögu ákveðins tímabils, stílsögu þess eða einn flokk hönnunar umfram annan.

HVERJU ER SAFNAÐ?

2010-05-27T00:00:00 to 2010-10-05T00:00:00
Lesa áfram

Hlutirnir okkar

Frá stofnun Hönnunarsafns Íslands árið 1998 hafa safninu borist margir prýðilegir gripir sem varpa ágætu ljósi á íslenska og erlenda hönnun. Safneignin endurspeglar nú þegar þá miklu fjölbreytni sem hönnunarsagan samanstendur af.

2011-06-09T00:00:00 to 2012-03-04T00:00:00
Lesa áfram

Gísli B. - Fimm áratugir í grafískri hönnun.

Þann 25. október næstkomandi mun forseti Íslands opna yfirlitssýningu á verkum Gísla B. Björnssonar grafísks hönnuðar í Hönnunarsafni Íslands.  Gísli B. er að sönnu einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld. Hann stofnaði auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar þegar hann kom úr námi frá Þýskalandi árið 1961 og ári síðar stofnaði hann sérdeild í auglýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann sem í dag er braut grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands.

2012-10-25T00:00:00 to 2013-03-03T00:00:00
Lesa áfram

Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands flytur fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands miðvikudagskvöldið 14. nóvember kl. 20. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af yfirstandandi sýningu á verkum Gísla B. Björnssonar í safninu.

Lesa áfram

Á sunnudaginn kl. 14 mun Ármann Agnarsson sýningarstjóri ganga með Gísla B. Björnssyni um sýninguna á verkum hans. 

Gestum gefst kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik um grafíska hönnun á Íslandi og feril Gísla, en hann er einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld.

Gísli hefur m.a. hannað  fjölda bókakápa og mörg þekkt merki fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana í samvinnu við samstarfsfólk sitt. T.d.  merki Sjónvarpsins, merki Norræna félagsins og merki Hjartaverndar.

Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ.

 

Nánari upplýsingar um fræðsludagskrá og sýninguna á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is.

Verið velkomin!

Lesa áfram

GÍSLI B. – FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN
Yfirlitssýning í Hönnunarsafni Íslands (25.10.2012-3.3.2013)

Lesa áfram

Í dag verða Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Eitt af verkefnunum sex sem valin hafa verið,  var unnið að tilstuðlan Hönnunarsafns Íslands, verkefni Örnu Rúnar Gústafsdóttur grafísks hönnuðar, sem hún vann undir leiðsögn Hörpu Þórsdóttur og Guðmundar Odds Magnússonar síðastliðið sumar. Verkefnið var valið í hóp 21 úrvalsverkefna fyrir nokkrum vikum og eftir nánara mat dómnefndar komst það áfram í flokk svokallaðra öndvegisverkefna, sem þýðir að verkefnið keppir um sjálf Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands.

Greining prentgripa fyrir safneignir, bókakápur og veggspjöld

Lesa áfram

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur valið bestu verkefnin sem unnin voru á árinu 2011 fyrir framlög úr sjóðnum. Í þeim hópi er verkefni sem Arna Rún Gústafsdóttir grafískur hönnuður vann í sumar fyrir Hönnunarsafnið. Verkefni hennar, Greining prentgripa fyrir safneignir, bókarkápur og veggspjöld hafði það að markmiði að nota prentgripi í þessum flokki grafískrar hönnunar úr safneign safnsins, til að útbúa flokkunarkerfi til skráningar slíkra safngripa. Verkefnið var margþætt og mun skila safninu verkferlum við skráningu og til heimildarrannsókna á sögu grafískrar hönnunar á Íslandi.

Hvatinn að verkefninu kom frá Hönnunarsafninu því stefnt er að vinnu söfnunarmarkmiða og innsöfnun prentgripa á næstu misserum. Leiðbeinendur Örnu voru Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun og Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Grafísk hönnun