Gullsmíði

Stefán Bogi Stefánsson gullsmiður verður með leiðsögn í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 25. janúar kl. 15.  sem er jafnframt síðasti sýningardagur PRÝÐI, sýningu sem sett var upp í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Á sýningunni er silfur-teketill sem Stefán Bogi smíðaði sérstaklega fyrir sýninguna og mun hann segja frá smíðinni í máli og myndum.

 

Lesa áfram

Leiðsögn um Prýði - Gengið með gullsmiðum

Date: 
sunnudagur, 30 nóvember, 2014 - 14:00 - 15:00
Leiðsögn um Prýði - Gengið með gullsmiðum

Halla Bogadóttir gullsmiður og kennari í gullsmíði við Tækniskóla Íslands verður með leiðsögn um Prýði og ræðir við nokkra gullsmiði um verk þeirra.

Halla Bogadóttir, Arna Arnarsdóttir og Dóra Jónsdóttir munu ræða um gildi afmælissýninga líkt og Prýði ásamt sögu félagsins. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar verið formenn Félags íslenskra gullsmiða (Arna er núverandi formaður).

Íslenska
Lesa áfram

Næstkomandi fimmtudag, þann 20. nóvember kl. 20 mun dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum flytja fyrirlestur um gull í náttúrunni.

Þar mun hann meðal annars rekja sögu gullleitar á Íslandi og hvað það er í íslenskri náttúru sem leiðir til að gullútfellingar myndast.

Einnig mun hann fjalla um hvaða aðferðum gullleitarmenn beita til að ná sem bestum árangri, hvernig mat á vænlegum svæðum er gert og hvernig gullið er unnið úr berginu.

Er von til þess að íslenskir gullsmiðir geti notað íslenskt gull í framtíðinni?

 

Kíkið við á fimmtudagskvöldið og fræðist um áhugavert efni!

Lesa áfram

Prýði

Félag íslenskra gullsmiða heldur upp á 90 ára afmæli sitt á þessu ári og er sýningin Prýði unnin í samstarfi við félagið af því tilefni. Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni. Gullsmiðirnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða verslana.

2014-10-18T00:00:00 to 2015-01-25T00:00:00
Lesa áfram
Subscribe to RSS - Gullsmíði