Gunnar Magnússon

Gunnar Magnússon

Gunnar Magnússon er meðal afkastamestu og frumlegustu húsgagnahönnuða og innanhúss- arkitekta okkar og hefur markað djúp spor í sjónræna vitund og daglegt umhverfi margra Íslendinga. Á yfir fjörutíu ára starfsferli teiknaði hann húsgögn og innréttingar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, endurgerði hurð Alþingishússins, hannaði skákborðið fyrir „einvígi aldarinnar“, vann að hönnun innréttinga í skip og flugvélar, tók þátt í fjölda sýninga og kenndi um árabil við Iðnskólann í Reykjavík. Þar hafði hann sterk áhrif á komandi kynslóðir hönnuða og handverksmanna. Hann var sjálfur lærður húsgagnasmiður, hjá Guðmundi „blinda“ í Víði, og gat rætt við þá sem útfærðu húsgögnin hans af þekkingu, innsæi og sem „einn af hópnum“.

2011-02-11T00:00:00 to 2011-05-29T00:00:00
Lesa áfram

Út er komin bókin Gunnar Magnússon, húsgögn og innréttingar. Hönnunarsafn Íslands gefur bókina út í samstarfi við fjölskyldu Gunnars. Dr. Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur hefur rannsakað feril Gunnars, hún ritar ítarlegan texta um feril hans og lýsir helstu verkum í máli og myndum.

Gunnar Magnússon er meðal afkastamestu og frumlegustu húsgagnahönnuða og innanhússarkitekta okkar og hefur markað djúp spor í sjónræna  vitund og daglegt umhverfi margra Íslendinga. Á yfir fjörutíu ára starfsferli teiknaði hann húsgögn og innréttingar  fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, hannaði skákborðið fyrir „einvígi aldarinnar“, vann að hönnun innréttinga í skip og flugvélar, tók þátt í fjölda sýninga og
kenndi um árabil við Iðnskólann í Reykjavík.  Þar hafði hann sterk áhrif á komandi kynslóðir hönnuða og handverksmanna.

Lesa áfram

Þann 11. október síðastliðinn hélt dr. Arndís S. Árnadóttir fyrirlestur um innréttingar og húsgögn Helga Hallgrímssonar húsgagnaarkitekts. Hönnunarsafn Íslands stóð að fyrirlestrinum með styrk úr Safnasjóði í tilefni þess að Helgi hefði orðið 100 ára þann 4. nóvember næstkomandi. Þennan dag barst safninu góð gjöf því Gunnar Magnússon húsgagnahönnuður og fjölskylda hans ákváðu að færa safninu í minningu Helga, eitt þekktasta húsgagn hans, ruggustól sem hann hannaði árið 1968 og smíðaður var í nokkrum tugum eintaka. Ruggustóllinn var meðal þess sem sýnt var á sýningu FHI 1968.

 

 

Lesa áfram

Sunnudaginn 29. maí lýkur sýningu Hönnunarsafns Íslands á húsgögnum Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar. Sama dag lýkur sýningu á verkum Hrafnhildar Arnardóttur, Á gráu svæði. Sýningarnar höfða til fjölbreytts hóps unnenda íslenskrar hönnunar og menningarsögu og hafa verið mjög vel sóttar.

Á laugardaginn kl. 15 mun Ásdís Ólafsdóttir sýningarstjóri ganga með Gunnari um sýninguna á verkum hans og gefst gestum því kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik um íslenska húsgagnasögu og feril Gunnars, en hann er einn okkar afkastamesti húsgagna- og innanhússhönnuður. Í framhaldi af leiðsögn Ásdísar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga um sýningu Hrafnhildar Arnardóttur og segja frá verkum hennar en hún hlaut nýverið hin virtu norrænu textílverðlaun sem verða afhent í Svíþjóð síðar á þessu ári.

Verið velkomin!

Lesa áfram

Barbara Miklič Türk, forsetafrú Slóveníu, heimsótti Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ þriðjudaginn 3. maí sl. í fylgd með forsetafrú Íslands Dorrit Moussaieff.  Heimsóknin var liður í dagskrá í opinberri heimsókn forseta Slóveníu og föruneytis dagana 3.-5. maí. 

Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafn Íslands tók á móti gestunum og fylgdi þeim um þær sýningar sem eru nú í Hönnunarsafninu.  Í safninu er yfirlitssýning á verkum Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar og einnig er í safninu sýningin Á gráu svæði með verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur.

Lesa áfram
Gunnar Magnússon ´61-´78  og Hrafnhildur Arnardóttir, Á gráu svæði

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Gunnar Magnússon