Hönnunarmars

HönnunarMars verður haldinn hátíðlegur 4. - 8. maí næstkomandi.

Í tilefni af hátíðinni verður frítt inn á safnið.

Hvetjum við því sem flesta til að koma í heimsókn og skoða sýninguna SUND. Bathing culture, þar sem fjallað er um áhrif sundlauga líf Íslendinga. Sýning sem var unnin í samstarfi við námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Í anddyri safnsins á Pallinum er síðan hægt að sökkva sér í Sýndarsund Hrundar Atladóttur myndlistarmanns. Ævintýraleg ferð í undirdjúp sundlaugar í gegnum VR-gleraugu.

Lesa áfram

Nú stendur yfir uppsetning nýrrar sýningar sem verður opnuð formlega miðvikudaginn 9. mars kl. 17. Sýningin heitir Þríund og mun skarta glænýjum verkum þriggja hönnuða úr mismunandi greinum. Það eru Akureyringurinn Aníta Hirlekar fatahönnuður, Hafnfirðingurinn Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker og Reykvíkingurinn Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður sem hafa staðið í ströngu vegna undirbúnings sýningarinnar og afraksturinn fáum við að sjá núna á HönnunarMars. Í millitíðinni geta gestir safnsins skoðað sýninguna Geymilegir hlutir, á safnmunum í safneign safnsins sem er stöðugt í gangi.

Yfir HönnunarMarsinn verða einnig kynntar í salarkynnum safnsins þær tillögur sem dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands valdi ásamt verðlaunahöfum, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í nóvember síðastliðnum.

Lesa áfram

Sýningin Heimar / Kosmos verður opnuð næstkomandi miðvikudag, 26. mars í tilefni af HönnunarMars 2014. Þar getur að líta  fjölbreytta hönnun Daggar Guðmundsdóttur.

Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfar með alþjóðlegum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Með ríka skapandi þörf að vopni og ásetning um frumlega nálgun við efnið verður niðurstaðan oft á tíðum óvænt. Verk Daggar hafa sterka tengingu við íslenskan þjóðararf, hún sækir innblástur í margbreytileika íslenska landslagsins og gamalt handverk og tengir saman á nýjan hátt.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands hefur tekið þátt í Hönnunarmarsi á hverju ári frá upphafi. Eftir að safnið var opnað á Garðatorgi hafa Hönnunarmarssýningarnar verið opnaðar daginn fyrir sjálfa opnunarhátíðina.
Í ár er boðið upp á sýninguna NORRÆN HÖNNUN Í DAG sem kemur frá Röhsska, hönnunarsafni Svía.
 
Sex framúrskarandi norrænir samtímahönnuðir eiga verk á sýningunni en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa hlotið á síðustu árum hin virtu Torsten och Wanja Söderbergspris. Hönnuðirnir eru: Front hönnunarteymið frá Svíþjóð, Harri Koskinen frá Finnlandi, Henrik Vibskov frá Danmörku, Sigurd Bronger frá Noregi og Steinunn Sigurðardóttir og Sigurður Gústafsson frá Íslandi. Fjölbreytnin er ríkjandi á sýningunni, en þessir hönnuðir starfa á sviði fatahönnunar, skartgripahönnunar og vöru- og húsgagnahönnunar.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands hefur tekið þátt í Hönnunarmarsi á hverju ári frá upphafi. Eftir að safnið var opnað á Garðatorgi hafa Hönnunarmarssýningarnar verið opnaðar daginn fyrir sjálfa opnunarhátíðina.
Í ár er boðið upp á sýninguna NORRÆN HÖNNUN Í DAG sem kemur frá Röhsska, hönnunarsafni Svía.

Lesa áfram

Sýningin Fingramál er sýning á verkum sex íslenskra hönnuða sem allir eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Sýningin verður opnuð formlega í safninu þann 21. mars kl. 17.

Verkin á sýningunni eru unnin innan ákveðins ramma en þau bera það með sér að hönnuðurnir hafa fullt listrænt frelsi til að tjá sig með hugmyndaflugi sínu. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar hönnun er komin á lokastig en hér er staðnæmst áður en ytri aðstæður, eins og markaður og tíska taka í taumana.

Hönnuðir sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki, Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.

Sýningin Fingramál er framlag Hönnunarsafnins á HönnunarMars 2012 og stendur til 20. maí næstkomandi. Nánar um sýninguna

Lesa áfram

FINGRAMÁL

Stundum eigum við erfitt með að koma orðum að þeim tilfinningum sem vakna hjá okkur þegar við sjáum eitthvað sem við hrífumst af. Orðin eru þó aðeins ein mynd mismunandi tjáskipta.  Við getum líka tjáð tilfinningar með svipbrigðum eða líkamsstöðu og hugurinn og höndin skapa saman sterkt tungumál, fingramálið.
Sköpunarverkin stór og smá eru líka fingramál hugans. Þau geta staðið þarna eins og orðlausir hlutir þó þau séu í raun hlaðin frásögnum.

2012-03-21T00:00:00 to 2012-05-27T00:00:00
Lesa áfram
Subscribe to RSS - Hönnunarmars