Hönnunarsaga

Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands leiða spjall um sýninguna ,,Á pappír“ í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 19. febrúar kl. 14.

Á sýningunni getur að líta úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.  

Goddur vinnur við rannsókn á myndmálssögu Íslendinga sem felst í greiningu á upphafi og þróun stílsögu innan grafískrar hönnunar og prentiðnar á Íslandi frá um 1840 til stofnunar lýðveldisins 1944.

Lesa áfram

Goddur leiðir spjall

Titill: 
Goddur leiðir spjall
Date: 
19. febrúar 2017

Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands leiða spjall um sýninguna ,,Á pappír“ í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 19. febrúar kl. 14.

Á sýningunni getur að líta úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.  

Íslenska
Lesa áfram

Leiðsagnir um sýningar okkar er frábær leið til að kynnast hönnunarsögunni. Í hádeginu í dag er leiðsögn um safnmunasýninguna Geymilegir hlutir. Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur hjá safninu mun leiða gesti í allan sannleika um safnmuni og þá starfsemi sem af þeim hlýst. Leiðsagnir í hádeginu eru stuttar og hnitmiðaðar, góð byrjun á góðu hádegi. Verið velkomin!

Lesa áfram

Við bjóðum upp á hádegisleiðsagnir á föstudögum fram að jólum. Þær hefjast kl. 12:15 og taka hálftíma. Á myndinni er einn góðra gripa úr safneigninni. Kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur eftir Hrafnhildi Arnardóttur (Shoplifter). Þær Björk og Hrafnhildur gáfu safninu kjólinn, en Björk notaði hann á einu af tónleikaferðalögum sínum. Fleiri upplýsingar um kjólinn er að sjálfsögðu að finna á sýningunni ,,Geymilegir hlutir."

Verið velkomin! Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Hönnunarsaga