Stóll er ný sýning sem verður opnuð í Hönnunarsafninu í aðdraganda HönnunarMars. Á sýningunni er fjöldi stóla eftir íslenska hönnuði og verður sýningin opnuð laugardaginn 18. mars kl. 15.

Stólarnir eru úr sístækkandi safneign Hönnunarsafnsins. Þeir elstu frá 4. áratugnum en sá yngsti frá 2013. Stólasafnið telur nokkur hundruð stóla, allt frá innlendri og erlendri fjöldaframleiðslu til stóla sem voru sérhannaðir fyrir ákveðna staði eða eru frumgerðir sem hönnuðir leggja fram sem tillögur í þróunarvinnu sinni.

2017-03-18T17:30:00 to 2017-10-08T17:30:00