Sunnudaginn 10. júlí var Hönnunarsafn Íslands með ratleik í tilefni af íslenska safnadeginum. Þátttakendur í leiknum urðu að svara sjö spurningum rétt til að eiga von á verðlaunum. Meðal þess beðið var um var að finna nöfn dýra í heitum safngripa, að finna rauða hluti á sýningunni og að leita að manninum í reit N12 á plakatinu Íslenska er okkar mál.  Þátttaka var afar góð og almenn ánægja með leikinn.

Dregið var úr réttum lausnum og fengu tíu manns pakka sem innihélt tvö plaköt og þrjár bækur: Lifandi silfrið, Hagvirkni og Mót.

Lesa áfram