Á pappír. Leiðsögn með sýningarstjórum í Hönnunarsafni Íslands 5. mars kl. 14
Á sýningunni getur að líta úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Pappírsverkin gefa fjölbreytta mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.