Harpa Þórsdóttir

Sýningarlok og leiðsögn

Date: 
föstudagur, 3 mars, 2017 - 09:40
Sýningarlok og leiðsögn

Á pappír - leiðsögn með sýningarstjórum í Hönnunarsafni Íslands 5. mars kl. 14,

Á sýningunni getur að líta úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Pappírsverkin gefa  fjölbreytta mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.

Íslenska
Lesa áfram

Á pappír. Leiðsögn með sýningarstjórum í Hönnunarsafni Íslands 5. mars kl. 14

Á sýningunni getur að líta úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Pappírsverkin gefa  fjölbreytta mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.

Lesa áfram

Íslensk hönnunarsaga - leiðsögn um sýningar

Date: 
sunnudagur, 22 janúar, 2017 - 14:00 - 15:00
Íslensk hönnunarsaga - leiðsögn um sýningar

Sunnudaginn 22. janúar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins bjóða upp á leiðsögn um sýningar Hönnunarsafnsins. Leiðsögnin hefst á sýningunni Á pappír þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum.

Íslenska
Lesa áfram

Sunnudaginn 22. janúar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins bjóða upp á leiðsögn um sýningar Hönnunarsafnsins. Leiðsögnin hefst á sýningunni Á pappír þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum.

Verkin gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og  innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda og mun Harpa meðal annars segja frá verkum Lothar Grund sem hannaði ýmsa innviði og markaðsefni fyrir Hótel Sögu fyrir opnun þess árið 1962. Þeir sem eiga verk á sýningunni auk Lothars eru Kristín Þorkelsdóttir, Sverrir Haraldsson, Stefán Jónsson, Jón Kristinsson (Jóndi) og Jónas Sólmundsson.

Lesa áfram

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Sýningunni lýkur 22. febrúar.

 

Lesa áfram

Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

Date: 
sunnudagur, 1 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

SÝNINGARLOK NÁLGAST. Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Íslenska
Lesa áfram

Leiðsagnir í febrúar um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Ragnheiður Elín Árnadóttir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra heimsótti Hönnunarsafn Íslands á dögunum ásamt Helgu Haraldsdóttur skrifstofustjóra ráðuneytisins. Ragnheiður kom í boði stjórnar safnsins og leiddu Erling Ásgeirsson formaður stjórnar og Harpa Þórsdóttir forstöðumaður, ráðherrann um. Heimsókn ráðherra er liður í því að kynna fjölbreytta starfsemi safnsins fyrir ráðamönnum. Ráðherra kynnti sér yfirstandandi sýningar og var sagt frá þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru á sviði menningarvarðveislu og rannsókna á íslenskri hönnunarsögu árið um kring í safninu. Ragnheiði var meðal annars boðið að skoða varðveislurými safnsins, en þar er að finna fjölda merkilegra húsgagna sem eru mikilvægur hluti iðnaðar- og hönnunarsögu okkar Íslendinga.

Lesa áfram

Saga Leirbrennslunnar Glits  - þáttur Gerhard Schwarz í íslenskri leirlistasögu.

Sunnudaginn 5. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga með Aldísi Báru Einarsdóttur um sýninguna Innlit í Glit. Aldís nam leirmunagerð hjá þýska leirlistamanninum Gerhard Schwarz, sem kom til starfa við leirbrennsluna Glit árið 1968 og starfaði þar til 1973.

Lesa áfram

Matarhönnun í Hönnunarsafni Íslands, sunnudaginn 9. september 2012, kl. 14.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Harpa Þórsdóttir