Hattar

Föstudaginn 30. september kl. 16:30 - 18:00 verður innflutningsboð í Hönnunarsafninu.

H A G E - hattagerðarmeistararnir Harper og Anna Gulla flytja inn í vinnustofuna í anddyri Hönnunarsafnsins! Þar ætla þau að vera til loka nóvember.
Anna Gulla og Harper eru meistarar í hattagerð. Þau kynntust í námi og felldu hugi saman í Cutters Academy í Gautaborg 2010. Með aðsetur í Kölingared (SE) og Reykjavík (IS) sérhæfa þau sig í að hanna og framleiða sérsaumaðan fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum.
Harper kennir einnig hattagerð við Cutters Academy í Gautaborg með áherslu á efni eins og loðskinn og leður. Anna Gulla gerir tilraunir með trefjar, massa og hefðbundnar aðferðir, hún sækir efni og þekkingu í nærumhverfi sitt.

Lesa áfram

H A G E - Hattagerðarmeistarar í vinnustofudvöl

Anna Gulla og Harper eru meistarar í hattagerð. Þau kynntust við nám og felldu hugi saman í Cutters Academy í Gautaborg 2010. Með aðsetur í Kölingared (SE) og Reykjavík (IS) sérhæfa þau sig í að hanna og framleiða sérsaumaðan fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum.

2022-09-15T12:00:00 to 2022-12-23T17:00:00
Lesa áfram
Subscribe to RSS - Hattar