Sýningin Hlutirnir okkar var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fimmtudaginn 9. júní. Á sýningunni er fjölbreytt úrval af safngripum í eigu safnsins. Í tilefni af opnun sýningarinnar fékk safnið að gjöf verðlaunalampann Heklu frá 1962 eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson húsgagnahönnuði. Það voru Íslandsbanki og Epal sem færðu safninu þessa höfðinglegu gjöf.  Lampinn er hluti af sýningunni sem var opnuð í safninu. Halldóra Gyða Matthíasdóttir  útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ afhenti lampann  f.h. gefenda við þetta tækifæri og opnaði sýninguna formlega.

Lesa áfram