Helgi Hallgrímsson

Þann 11. október síðastliðinn hélt dr. Arndís S. Árnadóttir fyrirlestur um innréttingar og húsgögn Helga Hallgrímssonar húsgagnaarkitekts. Hönnunarsafn Íslands stóð að fyrirlestrinum með styrk úr Safnasjóði í tilefni þess að Helgi hefði orðið 100 ára þann 4. nóvember næstkomandi. Þennan dag barst safninu góð gjöf því Gunnar Magnússon húsgagnahönnuður og fjölskylda hans ákváðu að færa safninu í minningu Helga, eitt þekktasta húsgagn hans, ruggustól sem hann hannaði árið 1968 og smíðaður var í nokkrum tugum eintaka. Ruggustóllinn var meðal þess sem sýnt var á sýningu FHI 1968.

 

 

Lesa áfram

Þriðjudaginn 11. október 2011, kl. 20, flytur dr. Arndís S. Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur fyrirlestur í húsakynnum Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ um verk Helga Hallgrímssonar (1911-2005) húsgagnaarkitekts.

Helgi telst til frumherja í stétt íslenskra húsgagnaarkitekta sem sóttu nám erlendis á millistríðsárunum. Í verkum hans má greina ríkjandi hugmyndir módernismans um notagildi, efnisnotkun og stíl sem hann vísaði í sem „tímalausan“ og tengja má við nútímalega norræna hönnun eftirstríðsáranna.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Helgi Hallgrímsson