Hlutirnir okkar

Dagskrá:
Þema kvöldsins er MAGNAÐ MYRKUR

opið hús kl. 19:00-24:00
Kl. 19:00 Opnun á nýrri sýningu - ,,Sjálfsagðir hlutir“

Kl. 19:30 – 21:00 Fjölskyldusmiðja, allir sem heimsækja sýninguna
,,Sjálfsagðir hlutir“ geta tekið þátt í smiðjuvinnu

Kl. 21:00 Myrkraleiðsögn í Hönnunarsafninu - ,,Húsgögnin í nýju ljósi“
Spennandi og óhefðbundin leiðsögn fyrir alla aldurshópa.
Leiðsögn: Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona

Kl. 22.30 Myrkraleiðsögn í Hönnunarsafninu - ,,Húsgögnin í nýju ljósi“
Spennandi og óhefðbundin leiðsögn fyrir alla aldurshópa.
Leiðsögn: Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona

Gestir geta jafnframt skoðað sýningarnar ,,Hlutirnir okkar“ frá kl. 19-24. Safnbúðin Kraum opin á sama tíma.
Skemmtilegt barnahorn fyrir yngstu börnin er opið á jarðhæð safnsins.

Safnanótt - dagskrá í Garðabæ

Lesa áfram

Í Svarta sal Hönnunarsafn Íslands stendur yfir kynning á jólakúlum og jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá jólunum 2003 látið gera Kærleikskúlu úr gleri. Allur ágóði af sölu hennar rennur til starfsemi Reykjadals.

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit sem skapað er af listamanni. Í ár ber hún titilinn „Skapaðu þinn heim“ og er hönnuð af listakonunni Yoko Ono.
Gler kúlunnar er tært eins og kærleikurinn, rauður litur borðans táknar lit jólanna. Með þessum táknum fylgir boðskapur hvers listamanns á sjálfri kúlunni.
 
Í umbúðum sem fylgir hverri kúlu er bæklingur með upplýsingum um listamanninn sem skreytir kúluna og hugleiðingar hans um eigið verk.

Lesa áfram

Í Hönnunarsafni Íslands ríkir jólastemmning, jólavörurnar eru komnar í verslunina og í sýningarsal safnsins stendur yfir sýningin Hvít jól þar sem bæði börn og fullorðnir finna eitthvað við sitt hæfi. Að auki stendur yfir sýningin Hlutirnir okkar á munum úr safneign safnsins.

Ókeypis aðgangur verður í safnið laugardaginn 26. nóvember frá kl. 12 - 17. Verið velkomin í Hönnunarsafn Íslands!

Sjá einnig upplýsingar um jóladagskrá á Garðatorgi í Garðabæ laugardaginn 26. nóvember.

Lesa áfram

Sunnudaginn 16. október 2011, kl. 14 mun Elísabet V. Ingvarsdóttir hönnunarfræðingur ganga um sýningu Hönnunarsafnsins á Hlutunum okkar með safngestum.  Á sýningunni eru valdir gripir úr safneign safnsins sem margir ættu að kannast við og þekkja, án þess þó að hafa velt því fyrir sér hver okkar hönnunarsaga sé. Söfnunarsvið safnsins er afar breitt og á sýningunni hefur verið lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn frá ólíkum tímabilum síðustu aldar ásamt því að nokkur dæmi um grafíska hönnun úr safneign safnsins eru sýnd, íslensk leirlist og nýleg íslensk vöruhönnun.

Safneign Hönnunarsafnsins samanstendur af rúmlega eitt þúsund gripum. Safnið leggur sérstaka áherslu á að safna íslenskum gripum en einnig má finna þekkta norræna og alþjóðlega hönnun í safneign safnsins.

Lesa áfram

Elísabet V. Ingvarsdóttir hönnunarsagnfræðingur mun ganga um sýningu Hönnunarsafnsins á Hlutunum okkar með safngestum. Á sýningunni eru valdir gripir úr safneign safnsins sem margir ættu að kannast við og þekkja, án þess þó að hafa velt því fyrir sér hver okkar hönnunarsaga sé. Söfnunarsvið safnsins er afar breitt og á sýningunni hefur verið lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn frá ólíkum tímabilum síðustu aldar ásamt því að nokkur dæmi um grafíska hönnun úr safneign safnsins eru sýnd, íslensk leirlist og nýleg vöruhönnun, bæði íslensk og erlend.

Safneign Hönnunarsafnsins samanstendur af rúmlega eitt þúsund gripum. Safnið leggur sérstaka áherslu á að safna íslenskum gripum en einnig má finna þekkta norræna og alþjóðlega hönnun í safneign safnsins.

Sýningin Hlutirnir okkar verður framlengd fram í mars 2012.

Lesa áfram

Sunnudaginn 10. júlí var Hönnunarsafn Íslands með ratleik í tilefni af íslenska safnadeginum. Þátttakendur í leiknum urðu að svara sjö spurningum rétt til að eiga von á verðlaunum. Meðal þess beðið var um var að finna nöfn dýra í heitum safngripa, að finna rauða hluti á sýningunni og að leita að manninum í reit N12 á plakatinu Íslenska er okkar mál.  Þátttaka var afar góð og almenn ánægja með leikinn.

Dregið var úr réttum lausnum og fengu tíu manns pakka sem innihélt tvö plaköt og þrjár bækur: Lifandi silfrið, Hagvirkni og Mót.

Lesa áfram

Sýningin Hlutirnir okkar var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fimmtudaginn 9. júní. Á sýningunni er fjölbreytt úrval af safngripum í eigu safnsins. Í tilefni af opnun sýningarinnar fékk safnið að gjöf verðlaunalampann Heklu frá 1962 eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson húsgagnahönnuði. Það voru Íslandsbanki og Epal sem færðu safninu þessa höfðinglegu gjöf.  Lampinn er hluti af sýningunni sem var opnuð í safninu. Halldóra Gyða Matthíasdóttir  útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ afhenti lampann  f.h. gefenda við þetta tækifæri og opnaði sýninguna formlega.

Lesa áfram

Ný sýning verður opnuð fimmtudaginn 9. júní kl. 17

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Hlutirnir okkar